Innlent

Eins og að vera í geimnum

Hugrún Halldórsdóttir skrifar
Íslenski flotinn er hópur sem hittist reglulega í Sundlaug Seltjarnarness til að fljóta, hugleiða og slaka á. 

Hann notast við flothettur og fótaflot sem eru hönnuð þannig að fólk flýtur en líkaminn er þó ávallt undir vatni.

Guðrún Kristjánsdóttir, kaupmaður hjá Systrasamlaginu á Seltjarnarnesi, dásamar þyngdarleysið sem hún finnur fyrir meðan á flotinu stendur. Hún fer hratt í slökunarástand og sofnar auðveldlega. 

Umfjöllun um þennan yndislega sundmáta verður í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld klukkan 19:55.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×