Innlent

Dómur fyrir kynferðisbrot þyngdur í hæstarétti

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA
Hæstiréttur þyngdi skilorðsbundna fangelsisvist yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot um hálft ár. Ríkissaksóknari hafði skotið málinu til hæstaréttar og fór fram á þyngingu dómsins.

Karlmaðurinn var dæmdur í héraðsdómi fyrir að hafa haft samræði við konu á heimili sínu sem gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar. Þá var hann dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvist og 15 mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar til þriggja ára.

Hæstiréttur dæmdi manninn einnig til þriggja mánaða fangelsisvistar, en lengdi skilorðsbundnu fangelsisvistina um hálft ár. Í dóminum er jafnframt tekið fram að hann var einnig dæmdur til að greiða konunni 800 þúsund krónur í miskabætur og sakarkostnað sem og áfrýjunarkostnað, samtals um 2.750.000 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×