Innlent

„Jöfn kynjaskipting í fyrstu sex sætunum“

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Halldór Halldórsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Kjartan Magnússon skipa þrjú efstu sætin.
Halldór Halldórsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Kjartan Magnússon skipa þrjú efstu sætin.
Þrír karlar skipa efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosninharnar í vor. Nýr oddviti flokksins í Reykjavík segir að þrátt fyrir það sé jafnt kynjahlutfall í efstu sætum og á listanum í heild.

Halldór Halldórsson skipar fyrsta sæstið, Júlíus Vífill Ingvarsson annað sætið, Kjartan magnússon verður í þriðja sæti, Áslaug María Friðriksdóttir í fjórðasæti, Hildur Sverrisdóttir í því fimmta og Marta Guðjónsdóttir skipar sjötta sætið.

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðimanna í Reykjavík segir ekki erfitt að leggja af stað í kosningabaráttu með þennan lista þrátt fyrir háværa gagnrýni á uppröðun listans.

„Nei, það er ekki erfitt. Þetta er náttúrulega niðurstaðan úr prófkjöri þar sem fimm þúsund manns tóku þátt. Hins vegar er alltaf æskilegt að það sem jöfnust kynjaskipting. Mér finnst það skipta máli og ég held að öllum finnist það skipta máli. En svona raðaðist prófkjörið og fulltrúaráðið sá ekki ástæðu til að breyta því," segir Halldór.

„En ertu fylgjandi því að það sé stillt upp samkvæmt svokölluðum fléttulista?"

„Ég hef alltaf sagt það í þessu samhengi að ég tel að við séum að fara í rétta átt í þessu. En mér finnst mikilvægt að við tökum umræðu um það hvort að þær aðferðir sem við erum að nota í dag séu nógu góðar."

Halldór segir að þrátt fyrir allt sé hlutfallið á milli karla og kvenna á listanum í jafnvægi.

„Ég bendi á ef við tökum fyrstu sex sætin þá er jöfn kynjaskipting. Ef við tökum listann í heild sinni þá er jöfn kynjaskipting."

„En er það ekki frekar ódýrt að tala um jafna kynjaskiptingu á listanum þegar þrír karlmenn eru í fyrstu þremur sætunum?"

„Eins og ég sagði þá er æskilegt að það sé sem jöfnust kynjaskipting. Ég bendi bara á þá staðreynd að í fyrstu sex sætunum er jöfn kynjaskipting," segir Halldór.

Listann skipa fimmtán karlar og fimmtán konur, þar af fimm karlar og fimm konur í tíu efstu sætunum. Jórunn Frímannsdóttir Jensen, hjúkrunarfræðingur og fyrrum varaborgarfulltrúi skipar heiðurssæti listans.



Listinn er eftirfarandi:

  1. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
  2. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi          
  3. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi          
  4. Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi          
  5. Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi          
  6. Marta Guðjónsdóttir, kennari og fyrsti varaborgarfulltrúi 
  7. Börkur Gunnarsson, blaðamaður, rithöfundur og leikstjóri        
  8. Björn Gíslason, slökkviliðsmaður & varaborgarfulltrúi      
  9. Lára Óskarsdóttir, stjórnendamarkþjálfi & kennari                 
  10. Herdís Anna Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri        
  11. Björn Jón Bragason, sagnfræðingur       
  12. Elísabet Gísladóttir, formaður íbúasamtakanna í Grafarvogi og lýðheilsufræðinemi                                                                              
  13. Örn Þórðarson, ráðgjafi & fyrrv. sveitarstjóri                       
  14. Íris Anna Skúladóttir, skrifstofustjóri       
  15. Ólafur Kr. Guðmundsson, framkvæmdastjóri / Varaformaður FÍB    
  16. Hjörtur Lúðvíksson, málari                        
  17. Guðlaug Björnsdóttir, deildarstjóri & formaður samninganefndar     
  18. Hulda Pjetursdóttir, viðskiptafræðingur       
  19. Sigurjón Arnórsson, alþjóðlegur viðskiptafræðingur     
  20. Jórunn Pála Jónasdóttir, laganemi                 
  21. Viðar Helgi Guðjohnsen, lyfjafræðingur
  22. Sigrún Guðný Markúsdóttir, framkvæmdastjóri
  23. Kristinn Karl Brynjarsson, verkamaður
  24. Elín Engilbertsdóttir, ráðgjafi
  25. Rafn Steingrímsson, vefforitari
  26. Jóhann Már Helgason, framkvæmdastjóri
  27. Aron Ólafsson, nemi
  28. Kolbrún Ólafsdóttir, sérhæfður leikskólastarfskraftur
  29. Kristín B. Scheving Pálsdóttir, húsmóðir
  30. Jórunn Frímannsdóttir Jensen, hjúkrunarfræðingur / deildarstjóri



Fleiri fréttir

Sjá meira


×