„Jöfn kynjaskipting í fyrstu sex sætunum“ Kristjana Arnarsdóttir skrifar 16. janúar 2014 18:00 Halldór Halldórsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Kjartan Magnússon skipa þrjú efstu sætin. Þrír karlar skipa efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosninharnar í vor. Nýr oddviti flokksins í Reykjavík segir að þrátt fyrir það sé jafnt kynjahlutfall í efstu sætum og á listanum í heild. Halldór Halldórsson skipar fyrsta sæstið, Júlíus Vífill Ingvarsson annað sætið, Kjartan magnússon verður í þriðja sæti, Áslaug María Friðriksdóttir í fjórðasæti, Hildur Sverrisdóttir í því fimmta og Marta Guðjónsdóttir skipar sjötta sætið. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðimanna í Reykjavík segir ekki erfitt að leggja af stað í kosningabaráttu með þennan lista þrátt fyrir háværa gagnrýni á uppröðun listans. „Nei, það er ekki erfitt. Þetta er náttúrulega niðurstaðan úr prófkjöri þar sem fimm þúsund manns tóku þátt. Hins vegar er alltaf æskilegt að það sem jöfnust kynjaskipting. Mér finnst það skipta máli og ég held að öllum finnist það skipta máli. En svona raðaðist prófkjörið og fulltrúaráðið sá ekki ástæðu til að breyta því," segir Halldór. „En ertu fylgjandi því að það sé stillt upp samkvæmt svokölluðum fléttulista?" „Ég hef alltaf sagt það í þessu samhengi að ég tel að við séum að fara í rétta átt í þessu. En mér finnst mikilvægt að við tökum umræðu um það hvort að þær aðferðir sem við erum að nota í dag séu nógu góðar." Halldór segir að þrátt fyrir allt sé hlutfallið á milli karla og kvenna á listanum í jafnvægi. „Ég bendi á ef við tökum fyrstu sex sætin þá er jöfn kynjaskipting. Ef við tökum listann í heild sinni þá er jöfn kynjaskipting." „En er það ekki frekar ódýrt að tala um jafna kynjaskiptingu á listanum þegar þrír karlmenn eru í fyrstu þremur sætunum?" „Eins og ég sagði þá er æskilegt að það sé sem jöfnust kynjaskipting. Ég bendi bara á þá staðreynd að í fyrstu sex sætunum er jöfn kynjaskipting," segir Halldór. Listann skipa fimmtán karlar og fimmtán konur, þar af fimm karlar og fimm konur í tíu efstu sætunum. Jórunn Frímannsdóttir Jensen, hjúkrunarfræðingur og fyrrum varaborgarfulltrúi skipar heiðurssæti listans.Listinn er eftirfarandi:Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélagaJúlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Marta Guðjónsdóttir, kennari og fyrsti varaborgarfulltrúi Börkur Gunnarsson, blaðamaður, rithöfundur og leikstjóri Björn Gíslason, slökkviliðsmaður & varaborgarfulltrúi Lára Óskarsdóttir, stjórnendamarkþjálfi & kennari Herdís Anna Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Björn Jón Bragason, sagnfræðingur Elísabet Gísladóttir, formaður íbúasamtakanna í Grafarvogi og lýðheilsufræðinemi Örn Þórðarson, ráðgjafi & fyrrv. sveitarstjóri Íris Anna Skúladóttir, skrifstofustjóri Ólafur Kr. Guðmundsson, framkvæmdastjóri / Varaformaður FÍB Hjörtur Lúðvíksson, málari Guðlaug Björnsdóttir, deildarstjóri & formaður samninganefndar Hulda Pjetursdóttir, viðskiptafræðingur Sigurjón Arnórsson, alþjóðlegur viðskiptafræðingur Jórunn Pála Jónasdóttir, laganemi Viðar Helgi Guðjohnsen, lyfjafræðingurSigrún Guðný Markúsdóttir, framkvæmdastjóriKristinn Karl Brynjarsson, verkamaðurElín Engilbertsdóttir, ráðgjafiRafn Steingrímsson, vefforitariJóhann Már Helgason, framkvæmdastjóriAron Ólafsson, nemiKolbrún Ólafsdóttir, sérhæfður leikskólastarfskrafturKristín B. Scheving Pálsdóttir, húsmóðirJórunn Frímannsdóttir Jensen, hjúkrunarfræðingur / deildarstjóri Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Þrír karlar skipa efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosninharnar í vor. Nýr oddviti flokksins í Reykjavík segir að þrátt fyrir það sé jafnt kynjahlutfall í efstu sætum og á listanum í heild. Halldór Halldórsson skipar fyrsta sæstið, Júlíus Vífill Ingvarsson annað sætið, Kjartan magnússon verður í þriðja sæti, Áslaug María Friðriksdóttir í fjórðasæti, Hildur Sverrisdóttir í því fimmta og Marta Guðjónsdóttir skipar sjötta sætið. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðimanna í Reykjavík segir ekki erfitt að leggja af stað í kosningabaráttu með þennan lista þrátt fyrir háværa gagnrýni á uppröðun listans. „Nei, það er ekki erfitt. Þetta er náttúrulega niðurstaðan úr prófkjöri þar sem fimm þúsund manns tóku þátt. Hins vegar er alltaf æskilegt að það sem jöfnust kynjaskipting. Mér finnst það skipta máli og ég held að öllum finnist það skipta máli. En svona raðaðist prófkjörið og fulltrúaráðið sá ekki ástæðu til að breyta því," segir Halldór. „En ertu fylgjandi því að það sé stillt upp samkvæmt svokölluðum fléttulista?" „Ég hef alltaf sagt það í þessu samhengi að ég tel að við séum að fara í rétta átt í þessu. En mér finnst mikilvægt að við tökum umræðu um það hvort að þær aðferðir sem við erum að nota í dag séu nógu góðar." Halldór segir að þrátt fyrir allt sé hlutfallið á milli karla og kvenna á listanum í jafnvægi. „Ég bendi á ef við tökum fyrstu sex sætin þá er jöfn kynjaskipting. Ef við tökum listann í heild sinni þá er jöfn kynjaskipting." „En er það ekki frekar ódýrt að tala um jafna kynjaskiptingu á listanum þegar þrír karlmenn eru í fyrstu þremur sætunum?" „Eins og ég sagði þá er æskilegt að það sé sem jöfnust kynjaskipting. Ég bendi bara á þá staðreynd að í fyrstu sex sætunum er jöfn kynjaskipting," segir Halldór. Listann skipa fimmtán karlar og fimmtán konur, þar af fimm karlar og fimm konur í tíu efstu sætunum. Jórunn Frímannsdóttir Jensen, hjúkrunarfræðingur og fyrrum varaborgarfulltrúi skipar heiðurssæti listans.Listinn er eftirfarandi:Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélagaJúlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Marta Guðjónsdóttir, kennari og fyrsti varaborgarfulltrúi Börkur Gunnarsson, blaðamaður, rithöfundur og leikstjóri Björn Gíslason, slökkviliðsmaður & varaborgarfulltrúi Lára Óskarsdóttir, stjórnendamarkþjálfi & kennari Herdís Anna Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Björn Jón Bragason, sagnfræðingur Elísabet Gísladóttir, formaður íbúasamtakanna í Grafarvogi og lýðheilsufræðinemi Örn Þórðarson, ráðgjafi & fyrrv. sveitarstjóri Íris Anna Skúladóttir, skrifstofustjóri Ólafur Kr. Guðmundsson, framkvæmdastjóri / Varaformaður FÍB Hjörtur Lúðvíksson, málari Guðlaug Björnsdóttir, deildarstjóri & formaður samninganefndar Hulda Pjetursdóttir, viðskiptafræðingur Sigurjón Arnórsson, alþjóðlegur viðskiptafræðingur Jórunn Pála Jónasdóttir, laganemi Viðar Helgi Guðjohnsen, lyfjafræðingurSigrún Guðný Markúsdóttir, framkvæmdastjóriKristinn Karl Brynjarsson, verkamaðurElín Engilbertsdóttir, ráðgjafiRafn Steingrímsson, vefforitariJóhann Már Helgason, framkvæmdastjóriAron Ólafsson, nemiKolbrún Ólafsdóttir, sérhæfður leikskólastarfskrafturKristín B. Scheving Pálsdóttir, húsmóðirJórunn Frímannsdóttir Jensen, hjúkrunarfræðingur / deildarstjóri
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira