Fjölda farsíma stolið af fimleikastúlkum Kristjana Arnarsdóttir skrifar 16. janúar 2014 23:14 „Þetta voru allt í allt sjö iPhone símar, tveir Samsung Galaxy og tvö peningaveski. Svo þetta er alveg einhver milljón sem hefur tapast,“ segir Thelma Rut Hermannsdóttir, fimleikastúlka úr Gerplu, en einhver óprúttinn aðili kom við í æfingahúsnæði félagsins í Versölum í Kópavogi í gær og hnuplaði níu farsímum af stúlkunum á meðan þær voru við æfingar. Símarnir voru allir í úlpuvösum stúlknanna en yfirleitt geyma þær verðmætin í læstum skápum. Iphone-sími Thelmu var tekinn en símann fékk hún í sumar. „Margar stelpurnar voru að fá síma í jólagjöf, meðal annars ein sem fékk allra nýjustu týpuna af iPhone,“ segir Thelma, og bætir við að tjónið sé ekki einungis fjárhagslegt heldur einnig persónulegt. „Það voru fullt af myndum af fjölskyldunni sem eru nú glataðar og einhverjar áttu eftir að setja inn myndir af Norður-Evrópumótinu sem við kepptum á fyrir stuttu,“ segir Thelma, en nokkrar stúlknanna eru í landsliðinu í áhaldafimleikum.Thelma Rut er fimmfaldur Íslandsmeistari í áhaldafimleikum.Fréttablaðið/DaníelÞjófnaðurinn var tilkynntur til lögreglu í gær og er meðal annars verið að skoða myndbandsupptökur frá æfingahúsnæðinu. „Það er myndavél á ganginum þar sem klefinn okkar er og löggan er að skoða myndbönd. Það er rosalega mikill umgangur um klefann en við vitum alveg hverjir það eru sem fara þar inn og út, bæði stelpurnar sem æfa og foreldrar. Það er því mjög furðulegt að enginn hafi tekið eftir einhverjum ókunnugum,“ segir Thelma. Hún segir að hópurinn fylgist grannt með gangi mála á sölusíðum landsins. „Þetta virðist vera einhver sem hefur gert þetta áður því það er búið að slökkva á öllum símunum og engin leið fyrir okkur að rekja þetta. En við fylgjumst vel með á Bland.is.“ Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
„Þetta voru allt í allt sjö iPhone símar, tveir Samsung Galaxy og tvö peningaveski. Svo þetta er alveg einhver milljón sem hefur tapast,“ segir Thelma Rut Hermannsdóttir, fimleikastúlka úr Gerplu, en einhver óprúttinn aðili kom við í æfingahúsnæði félagsins í Versölum í Kópavogi í gær og hnuplaði níu farsímum af stúlkunum á meðan þær voru við æfingar. Símarnir voru allir í úlpuvösum stúlknanna en yfirleitt geyma þær verðmætin í læstum skápum. Iphone-sími Thelmu var tekinn en símann fékk hún í sumar. „Margar stelpurnar voru að fá síma í jólagjöf, meðal annars ein sem fékk allra nýjustu týpuna af iPhone,“ segir Thelma, og bætir við að tjónið sé ekki einungis fjárhagslegt heldur einnig persónulegt. „Það voru fullt af myndum af fjölskyldunni sem eru nú glataðar og einhverjar áttu eftir að setja inn myndir af Norður-Evrópumótinu sem við kepptum á fyrir stuttu,“ segir Thelma, en nokkrar stúlknanna eru í landsliðinu í áhaldafimleikum.Thelma Rut er fimmfaldur Íslandsmeistari í áhaldafimleikum.Fréttablaðið/DaníelÞjófnaðurinn var tilkynntur til lögreglu í gær og er meðal annars verið að skoða myndbandsupptökur frá æfingahúsnæðinu. „Það er myndavél á ganginum þar sem klefinn okkar er og löggan er að skoða myndbönd. Það er rosalega mikill umgangur um klefann en við vitum alveg hverjir það eru sem fara þar inn og út, bæði stelpurnar sem æfa og foreldrar. Það er því mjög furðulegt að enginn hafi tekið eftir einhverjum ókunnugum,“ segir Thelma. Hún segir að hópurinn fylgist grannt með gangi mála á sölusíðum landsins. „Þetta virðist vera einhver sem hefur gert þetta áður því það er búið að slökkva á öllum símunum og engin leið fyrir okkur að rekja þetta. En við fylgjumst vel með á Bland.is.“
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira