Innlent

Bíl aftur stolið á bensínstöð á Ártúnshöfða

Bíl var stolið þar sem hann stóð fyrir utan N-1 á Ártúnshöfða um tvö leitið í nótt. Lögreglan fann bílinn skömmu síðar í Breiðholti og var hann óskemmdur. Lögregla telur líklegt að þjófurinn hafi verið að spara sér leigubíl.

Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem bíl er stolið fyrir utan þessa bensínstöð, á meðan eigndurnir bregða sér inn til að kaupa eitthvað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×