Innlent

Tvö börn látin af völdum mónitors

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Neytendastofa vekur athygli á tilkynningu sem birt var á heimasíðu VL heildverslunar ehf. vegna hengingarhættu sem skapast getur á tæki frá framleiðandanum Angel Care. Um er að ræða skynjaraplötu sem sett er undir dýnu í barnarúmi og tengt við Angel Care móðurstöð með snúru. Tvö börn hafa komist í tæri við snúruna og látist af völdum þess. Bæði tilfellin voru í Bandaríkjunum. 

Í samtali við Láru Sigurðardóttur, eiganda VL heildverslunar, söluaðila Angel Care, segir hún að fyllstu varúðarráðstafanna sé gætt.

„Öll þau fyrirtæki sem verslað hafa við okkur hafa fengið tilkynningu um þetta mál og hanga nú tilkynningar í ölllum þeim verslunum. Nú er búið að framleiða öryggishlífar sem viðskiptavinir geta sótt sér.“ segir Lára.

Lára segir jafnframt að engin hætta stafi af tækinu fari fólk rétt með það. Í þessum tilfellum hafi ekki verið farið eftir leiðbeiningum en í leiðbeiningunum kemur fram að binda þurfi snúruna við rúmfótinn. Snúran hafi hinsvegar fengið að hanga laus og barnið því komist í hana með fyrrgreindum afleiðingum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×