Neyðarástand í félagslega íbúðakerfinu Heimir Már Pétursson skrifar 17. janúar 2014 17:57 Forseti Alþýðusambandsins segir vanta allt að 30.000 íbúðir í félagslega kerfinu til að Ísland standi jafnfætis nágrannalöndum. Félagsmálaráðherra segir að tryggja verði öllum heimilum húsnæði sem henti. Neyðarástand ríkir í félagslega íbúðakerfinu og telur Alþýðusambandið að reisa þurfi allt að 30 þúsund félagslegar íbúðir til að mæta þörfinni. Félagsmálaráðherra vill að farið verði í svipað átak og þegar Breiðholtið var byggt upp á sínum tíma. Verkamannabústaðir voru stórhuga framkvæmd á sínum tíma til að leysa úr mikilli þörf verkafólks fyrir húsnæði, sem ekki gat staðið undir kaupum á eigin húsnæði. Fyrstu verkamannabústaðirnir voru byggðir við Hringbraut upp úr 1930. En það kerfi var aflagt fyrir all nokkrum árum. Í dag eru á bilinu fimm til sjö þúsund félagslegar íbúðir í landinu sem er aðeins brot af því sem talin er þörf á í dag. Langir biðlistar eru eftir félagslegu húsnæði víða um land og þörfin vex ár frá ári. Forseti ASÍ segir að fimmtungur til fjórðungur íbúðarhúsnæðis í nágrannalöndunum séu félagslegt húsnæði. „Á Íslandi eru 130 þúsund íbúðir og fimmtungur af því væri þá 25 þúsund og fjórðungur væri þrjátíu þúsund. Þá sjáum við að það er mjög mikill skortur á þessu húsnæði, sem þýðir að tekjulágu fólki er att út í að kaupa kannski á forsendum sem það ræður ekki við,“ segir Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands. Um tólf þúsund íbúðir í félagslega kerfinu hafi verið einkavæddar á sínum tíma og það muni taka tíma að vinna það upp. „Það er alveg ljóst að það þarf að byrja þetta með einhvers konar átaki. Ekki endilega byggja vegna þess að það er ekki endilega skortur á íbúðum, heldur er það eignarformið og greiðsluformið sem er vandin. En það þarf að byrja þetta verkefni með átaki og þá erum við að tala um einhverjar þúsundur íbúða og síðan þarf að tryggja það að í nýju húsnæði sé u.þ.b. fjórðungur byggður á félagslegum forsendum,“ segir Gylfi. Þetta er að hluta til byrjað í Reykjavík með samvinnu borgar, verkalýðshreyfingar og fleiri aðila og ljóst að viljinn er til staðar hjá flestum sveitarfélögum. En Gylfi segir ríkið þurfa að koma að fjármögnuninni. „Ég hef verið að leggja áherslu á að huga þurfi að félagslegu húsnæði. Já, en það þarf líka að huga að uppbyggingu á leigumarkaðnum almennt á Íslandi og búa til betri ramma utan um húsnæðiskerfið í heild sinni,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Og segir að það sem verið sé að gera með í Reykjavík með samvinnu borgar, verkalýðshreyfingar og fleiri sé í anda þess sem hún vilji sjá gerast almennt. Hún vilji horfa til þess sem gert var í Breiðholti á sínum tíma. „Ég held að við verðum að horfa fram á við og svara spurningunni: Hvernig viljum við tryggja öllum íslenskum heimilum húsnæði sem hentar,“ segir félagsmálaráðherra og til þess stefni hennar vilji svo sannarlega. Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir vanta allt að 30.000 íbúðir í félagslega kerfinu til að Ísland standi jafnfætis nágrannalöndum. Félagsmálaráðherra segir að tryggja verði öllum heimilum húsnæði sem henti. Neyðarástand ríkir í félagslega íbúðakerfinu og telur Alþýðusambandið að reisa þurfi allt að 30 þúsund félagslegar íbúðir til að mæta þörfinni. Félagsmálaráðherra vill að farið verði í svipað átak og þegar Breiðholtið var byggt upp á sínum tíma. Verkamannabústaðir voru stórhuga framkvæmd á sínum tíma til að leysa úr mikilli þörf verkafólks fyrir húsnæði, sem ekki gat staðið undir kaupum á eigin húsnæði. Fyrstu verkamannabústaðirnir voru byggðir við Hringbraut upp úr 1930. En það kerfi var aflagt fyrir all nokkrum árum. Í dag eru á bilinu fimm til sjö þúsund félagslegar íbúðir í landinu sem er aðeins brot af því sem talin er þörf á í dag. Langir biðlistar eru eftir félagslegu húsnæði víða um land og þörfin vex ár frá ári. Forseti ASÍ segir að fimmtungur til fjórðungur íbúðarhúsnæðis í nágrannalöndunum séu félagslegt húsnæði. „Á Íslandi eru 130 þúsund íbúðir og fimmtungur af því væri þá 25 þúsund og fjórðungur væri þrjátíu þúsund. Þá sjáum við að það er mjög mikill skortur á þessu húsnæði, sem þýðir að tekjulágu fólki er att út í að kaupa kannski á forsendum sem það ræður ekki við,“ segir Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands. Um tólf þúsund íbúðir í félagslega kerfinu hafi verið einkavæddar á sínum tíma og það muni taka tíma að vinna það upp. „Það er alveg ljóst að það þarf að byrja þetta með einhvers konar átaki. Ekki endilega byggja vegna þess að það er ekki endilega skortur á íbúðum, heldur er það eignarformið og greiðsluformið sem er vandin. En það þarf að byrja þetta verkefni með átaki og þá erum við að tala um einhverjar þúsundur íbúða og síðan þarf að tryggja það að í nýju húsnæði sé u.þ.b. fjórðungur byggður á félagslegum forsendum,“ segir Gylfi. Þetta er að hluta til byrjað í Reykjavík með samvinnu borgar, verkalýðshreyfingar og fleiri aðila og ljóst að viljinn er til staðar hjá flestum sveitarfélögum. En Gylfi segir ríkið þurfa að koma að fjármögnuninni. „Ég hef verið að leggja áherslu á að huga þurfi að félagslegu húsnæði. Já, en það þarf líka að huga að uppbyggingu á leigumarkaðnum almennt á Íslandi og búa til betri ramma utan um húsnæðiskerfið í heild sinni,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Og segir að það sem verið sé að gera með í Reykjavík með samvinnu borgar, verkalýðshreyfingar og fleiri sé í anda þess sem hún vilji sjá gerast almennt. Hún vilji horfa til þess sem gert var í Breiðholti á sínum tíma. „Ég held að við verðum að horfa fram á við og svara spurningunni: Hvernig viljum við tryggja öllum íslenskum heimilum húsnæði sem hentar,“ segir félagsmálaráðherra og til þess stefni hennar vilji svo sannarlega.
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira