Innlent

„Skapandi greinar skila margfalt meiru til baka en lagt er til af ríkinu“

Magnús Scheving vil ekki að framlög til íslenskra kvikmyndaframleiðenda úr ríkissjóði verði skert.
Magnús Scheving vil ekki að framlög til íslenskra kvikmyndaframleiðenda úr ríkissjóði verði skert.
„Þó að sýnt hafi verið fram á með ótvíræðum rannsóknarniðurstöðum að skapandi greinar skili margfalt meiru til baka en lagt er til af ríkinu, þá er enn þrengt að iðnaðinum sem gegnir stóru hlutverki í íslensku atvinnu- og menningarlífi og er virkasti menningarmiðill okkar tíma," segir Magnús Scheving í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.

Í grein Magnúsar er fullyrt að ef ekki hefði komið til stuðningur hins opinbera hefði Latibær aldrei orðið að veruleika á Íslandi. Þannig hefði íslenskt hagkerfi orðið af fjórum og hálfum milljarði króna, hundruðum starfa og margvíslegri framþróun og eflingu íslensks kvikmyndaiðnaðar hefðu framlög úr ríkissjóð ekki komið til að sögn Magnúsar.

Í lok greinarinnar segir Magnús: „...ég vil trúa því að allir þeir nýliðar á þingi og í ráðherrastólum sjái þann ótvíræða hag þess að styðja við atvinnugreinina og endurskoði framlög sín til íslenskrar kvikmyndagerðar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×