Innlent

Ellefu manns gista fangageymslur lögreglu eftir nóttina

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/Anton Brink
Ellefu manns gistu fangageymslur lögreglu á Hverfisgötu. Þrír þeirra eru í gistingu að eigin ósk en taka þarf skýrslu af hinum þegar líður á daginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Fimm ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur í nótt og rétt upp úr klukkan eitt eftir miðnætti varð óhapp á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar. Ökumaður og farþegi úr annarri bifreiðinni voru vistaðir í fangageymslu og verður ökumaðurinn yfirheyrður vegna ölvunar við akstur. Farþeginn verður yfirheyrður sem vitni og einnig fyrir að ráðast á lögreglumann á vettvangi.

Á sama tíma var tilkynnt um eld í bifreið í Kópavogi. Að sögn sjónarvotta heyrðust þrjár sprengingar þegar eldur kom upp í bílnum.

Tvær minniháttar líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í nótt og mikið var um útköll vegna hávaða og pústra milli manna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×