Innlent

Þrisvar kviknaði í út frá flugeldum í Eyjum í nótt

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/Óskar P. Friðriksson
Slökkviliðið í Vestmannaeyjum var kallað þrisvar út í gærkvöldi og í nótt vegna elds. Fyrsta útkallið var um hálf sjö í gærkvöldi en þá varð eldur laus í klæðningu húsi björgunarfélagsins.

Um klukkan hálf tvö í nótt var slökkviliðið kallað út þar sem eldur hafði komið upp í rusli á bak við gamla apótekið á Vestmannabraut. Ekki mátti miklu að illa færi þar sem svæðið er lokað fyrir umferð og mannaferðum. Athugull vegfarandi varð eldsins var og var eldurinn farinn að teygja sig upp með húsvegg og bræða þakrennur. Plast á bíl sem var nærri var einnig byrjað að bráðna. Lögreglan hélt eldinum í skefjum með slökkvitæki þar til slökkviliðið kom á staðinn. Talið er líklegt að eldurinn hafi kviknað vegna flugelda.

Síðast kviknaði í á sama stað fyrir tveimur árum. Eins og sést á myndinni var ekki búið að laga grindverkið frá því þá.mynd/Óskar P. Friðriksson
Síðasta útkallið var klukkan fimm í morgun en kviknað hafði í þremur körum. Skotið hafði verið úr kössunum fyrr um kvöldið og glóð varð eftir í kössunum.

Blíðskaparveður var í Vestmannaeyjum í gær.mynd/Óskar P. Friðriksson
Blíðskaparveður var í Eyjum í gær og eyjamenn skutu mikið af flugeldum um miðnætti eins og sjá má á myndinni sem fylgir með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×