Innlent

Stúlka í Garðabæ er fyrsta barn ársins

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Fyrsta barn ársins er stúlka sem fæddist um klukkan hálf sex í morgun. Stúlkan sem var 13 merkur við fæðingu fæddist í heimahúsi í Garðabæ. Þetta kemur fram á mbl.is. Þar segir að fyrsta barnið, stúlka, sem fæddist á fæðingardeild Landspítalans hafi komið í heiminn rétt upp úr klukkan sjö í morgun.

Í hreiðrinu fæddist drengur klukkan rúmlega átta. Stuttu síðar fæddust tveir drengir á sjúkrahúsinu á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×