Innlent

Konan sem ekið var á ekki lífshættulega slösuð

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Konan sem ekið var á á Suðurströndinni á Seltjarnarnesi snemma í morgun er ekki með lífshættulega áverka. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eiga frekari rannsóknir þó eftir að fara fram.

Konan var með góða meðvitund og var vel áttuð þegar lögreglan ræddi við hana í morgun. Eins og fram hefur komið á Vísi var ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×