Innlent

Eldur í húsi við Kirkjustræti

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Úr safni frá Kirskjustræti.
Úr safni frá Kirskjustræti. mynd/Friðrik Þór Halldórsson
Eldur kom upp í húsi Hjálpræðishersins við Kirkjustræti í Reykjavík nú fyrir stuttu. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er ekki talið að eldurinn sé mikill en líklegt er að vatnstjón verði eitthvað.

Slökkviliðið er að störfum og nánari upplýsingar verða veittar síðar.

Uppfært: Eldur kom upp í potti í húsinu. Verið er að hreinsa upp vatn úr úðakerfi hússins. Engin meiðsl urðu á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×