Innlent

Togarar aftur á sjó

Gissur Sigurðsson skrifar
Mynd/GVA
Þónokkrir togarar héldu til veiða strax upp úr miðnætti, en þeir hafa langflestir verið í landi síðan fyrir jól.

Ekkert síldveiðiskip er hinsvegar farið til veiða, eftir því sem, fréttastofan kemst næst, en sem kunnugt er náðist ekki að klára síldarkvótainn fyrir áramót þar sem veiðarnar í haust gegnu mun verr en undanfarin ár.

Fáir smábátar héldu til veiða í nótt, enda veður þeim óhagstætt víðast hvar við landið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×