Innlent

Kveikt í rúmlega 1000 bílum í Frakklandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kveikt í rúmlega 1000 bílum í Frakklandi
Kveikt í rúmlega 1000 bílum í Frakklandi nordicphotos/getty
Kveikt var í 1.067 bifreiðum í Frakklandi á gamlárskvöld og nýjársnótt en Manuel Valls, innanríkisráðherra Frakklands, staðfesti þetta í frönskum miðlum í morgun.

Sú hefð hefur skapast yfir áramót í Frakklandi að glæpagengi keppast um að kveikja í bílum og hefur slökkviliðið ávallt mikið að gera á þessum árstíma.

„Við höfum farið ítarlega yfir það hversu margir bílar brunnu á 18 klukkustunda tímabili, frá gamlárskvöldi og inn á nýársnótt, og voru þeir 1.067,“ sagði Valls á blaðamannafundi.

„Fyrir ári síðan var kveikt  1.193 bílum og mun það vera 10,5%  minna en á sama tíma á síðasta ári.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×