Innlent

Snjóflóðahætta á Vestfjörðum

Gissur Sigurðsson skrifar
Frá Ísafirði en þar hefur verið lýst yfir óvissuástandi.
Frá Ísafirði en þar hefur verið lýst yfir óvissuástandi. úr myndasafni
Mikil snjóflóðahætta er nú á norðanverðum Vestfjörðum og lýsti snjóflóðavakt Veðurstofunnar yfir óvissuástandi á svæðinu í gærkvöldi. Spáð er frekari snjókomu og skafrenningi á svæðinu næstu daga.

Ekki er þó talin ástæða til að rýma húsnæði að svo stöddu, en fólk er varað við að vera á ferð í grennd við fjöll. Skafrenningur og éljagangur var á Vestfjörðum í nótt þannig að enn bætti í snjóinn, en  Veðurstofunni bárust engar tilkynningar snjóflóð þar í nótt.

Snjóeftirlitsmenn hófu eftirgrennslan og mat á ástandinu eftir að það birti í morgun og eru enn að. Mikill snjór er þar til fjalla , sérstaklega í brekkum sem snúa mót suðvestri og miðað við vindátt, sem spáð er næstu daga mun enn bæta í snjóinn þar.  Að sögn Magna Hreins Jónssonar, snjóeftirlitsmanns á Ísafirði er nú fylgst mjög náið með framvindu mála. Það er líka mikil  hætta á snjóflóðum á Austurlandi, en þar er útlitið er heldur skárra  hvað úrkomuspá  varðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×