Tónlistarmaðurinn Rúnar Georgsson er fallinn frá Stefán Árni Pálsson skrifar 2. janúar 2014 14:06 Tónlistarmaðurinn Rúnar Georgsson fallinn frá. Rúnar Georgsson, tónlistarmaður, lést hinn 30. desember 2013 á líknardeild LSH, sjötugur að aldri. Rúnar fæddist 14. september 1943 í Reykjavík, sonur George Gomez og Guðlaugar Sveinsdóttur, hárgreiðslumeistara. Rúnar hóf barnungur að leika á hljóðfæri opinberlega, fyrst á munnhörpu sex ára gamall á skemmtun í Vestmannaeyjum. Síðan lærði hann á trompet, en skipti síðan fimmtán ára gamall yfir í saxófón og nam síðar einnig flautuleik. Þekktastur var Rúnar sem einn fremsti saxófónleikari landsins og varð sem slíkur fyrirmynd margra íslenskra saxófónleikara af yngri kynslóðinni. Rúnar hóf feril sinn sem atvinnutónlistarmaður aðeins sextán ára gamall með hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar og spilaði síðan ýmsar tegundir tónlistar á ferli sínum. Hann lék með öllum helstu danshljómsveitum landsins á sínum tíma; KK sextettinum, hljómsveit Björns R. Einarssonar, Lúdó-sextettinum, Hauki Morthens, hljómsveit Ragnars Bjarnasonar, hljómsveit Þóris Baldurssonar, hljómsveit Pálma Gunnarssonar, Júdas o.fl. sveitum. Þá spilaði hann einnig með erlendum sveitum, s.s. sem einleikari í Danmarks Radio Big Band. En fyrst og fremst var Rúnar jazzleikari og kom fram sem slíkur á fjölda jazztónleika um ævina. Rúnar lék inn á fjölda hljómplatna á ferli sínum, spilaði kvikmyndatónlist og kom fram í útvarps- og sjónvarpsþáttum. Þá gaf hann sjálfur út hljómplötuna „Til eru fræ“, ásamt Þóri Baldurssyni. Loks kenndi Rúnar saxófónleik við þrjá tónlistarskóla og jafnframt kenndi hann við jazzdeild FÍH á fyrstu árum deildarinnar. Eftirlifandi sambýliskona Rúnars er Arndís Jóhannesdóttir, söðlasmiður og hönnuður. Rúnar lætur eftir sig þrjú börn og tvö stjúpbörn; þau Björgu, Ketil Niclas, Elfu Björk, Guðmund og Fróða. Barnabörnin eru fimm talsins og barnabarnabörnin tvö. Hér að neðan má sjá myndband af því þegar Þórir Baldursson og Rúnar Georgsson tóku lagið Tondeleyo í þættinum Í takt við tímann. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Rúnar Georgsson, tónlistarmaður, lést hinn 30. desember 2013 á líknardeild LSH, sjötugur að aldri. Rúnar fæddist 14. september 1943 í Reykjavík, sonur George Gomez og Guðlaugar Sveinsdóttur, hárgreiðslumeistara. Rúnar hóf barnungur að leika á hljóðfæri opinberlega, fyrst á munnhörpu sex ára gamall á skemmtun í Vestmannaeyjum. Síðan lærði hann á trompet, en skipti síðan fimmtán ára gamall yfir í saxófón og nam síðar einnig flautuleik. Þekktastur var Rúnar sem einn fremsti saxófónleikari landsins og varð sem slíkur fyrirmynd margra íslenskra saxófónleikara af yngri kynslóðinni. Rúnar hóf feril sinn sem atvinnutónlistarmaður aðeins sextán ára gamall með hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar og spilaði síðan ýmsar tegundir tónlistar á ferli sínum. Hann lék með öllum helstu danshljómsveitum landsins á sínum tíma; KK sextettinum, hljómsveit Björns R. Einarssonar, Lúdó-sextettinum, Hauki Morthens, hljómsveit Ragnars Bjarnasonar, hljómsveit Þóris Baldurssonar, hljómsveit Pálma Gunnarssonar, Júdas o.fl. sveitum. Þá spilaði hann einnig með erlendum sveitum, s.s. sem einleikari í Danmarks Radio Big Band. En fyrst og fremst var Rúnar jazzleikari og kom fram sem slíkur á fjölda jazztónleika um ævina. Rúnar lék inn á fjölda hljómplatna á ferli sínum, spilaði kvikmyndatónlist og kom fram í útvarps- og sjónvarpsþáttum. Þá gaf hann sjálfur út hljómplötuna „Til eru fræ“, ásamt Þóri Baldurssyni. Loks kenndi Rúnar saxófónleik við þrjá tónlistarskóla og jafnframt kenndi hann við jazzdeild FÍH á fyrstu árum deildarinnar. Eftirlifandi sambýliskona Rúnars er Arndís Jóhannesdóttir, söðlasmiður og hönnuður. Rúnar lætur eftir sig þrjú börn og tvö stjúpbörn; þau Björgu, Ketil Niclas, Elfu Björk, Guðmund og Fróða. Barnabörnin eru fimm talsins og barnabarnabörnin tvö. Hér að neðan má sjá myndband af því þegar Þórir Baldursson og Rúnar Georgsson tóku lagið Tondeleyo í þættinum Í takt við tímann.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira