Innlent

Ekki lengur áramótaávarp útvarpsstjóra

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/365
Útvarpsstjóri ávarpaði ekki landsmenn á gamlárskvöld eins og venja hefur verið.

Bjarni Guðmundsson, settur útvarpsstjóri, sagði að formið á áramótaávarpinu hefði verið einfaldað mjög síðustu ár. Lengi vel kallaðist dagskrárliðurinn „Ávarp útvarpsstjóra“ og gat verið allt að 50 mínútur.

Í takt við nýja tíma hafi dagskrárliðurinn breyst og útvarpstjóri lesið stutta áramótakveðju frá Ríkisútvarpinu. Í ár hafi verið ákveðið að ganga lengra og Sigurlaug M. Jónasdóttir fengin til að lesa áramótakveðju frá RÚV.

„Mikilvægast er tilefnið, en það er að flytja landsmönnum áramótakveðju frá Ríkisútvarpinu,“ segir Bjarni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×