Innlent

Lögreglan leitar að Heklu Bender og Aroni Geir

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu biður um aðstoð við að hafa uppi á Heklu Bender Bjarnadóttur og Aroni Geir Ragnarssyni.

Hekla Bender Bjarnadóttir er 16 ára gömul, 155 cm að hæð, þéttvaxin, með axlarsítt dökkt hár með ljósum strípum. Hún er klædd í svartan leðurjakka og þröngar leggingsbuxur úr leðri. Ekki hefur spurst til hennar síðan að kvöldi gamlársdags.

Aron Geir Ragnarsson er 16 ára gamall, 175 cm að hæð, grannvaxinn, skolhærður en krúnurakaður. Hann er klæddur í græna úlpu, Adidas buxur og hjólabrettaskó. Ekki hefur spurst til hans síðan aðfaranótt annars janúar.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Heklu Bender og Arons Geirs, eða vita hvar þau eru nú, eru beðnir  um að hafa samaband við lögreglu í síma 444-1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×