Innlent

Einn slasaður eftir bílveltu

Einn Íslendingur og fjórir útlendingar voru í jeppanum sem valt á Kaldadal fyrr í dag. Fjórir eru sagðir lítillega slasaðir en einn þeim mun meira slasaður en er þó ekki í lífshættu.

Afar slæmt fjarskiptasamband er á staðnum og því hefur reynst erfitt að afla upplýsinga. Kallað hefur verið eftir aðstoð þyrlu en ekki er víst að hún geti lent en vonskuveður er á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×