Innlent

Íslendingar flykkjast í ræktina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Íslendingar flykkjast í ræktina.
Íslendingar flykkjast í ræktina. mynd / pjetur
Nú þegar hátíðunum er lokið flykkjast Íslendingar iðulega í ræktina og er oftar en ekki troðfullt þar fyrstu dagana eftir áramót. 

Eftir öll veisluhöldin í desember virðist það vera lenska hjá Íslendingum að losna strax við þau aukakíló sem settust á landann yfir jól og áramót.

„Árið fer mjög vel af stað og í raun enn betur en fyrir ári síðan,“ segir Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, í samtali við Vísi.

„Janúar er okkar besti mánuður og ávallt mikil traffík í okkar líkamsræktarstöðvum á þessum tíma árs, en október er einnig stór hjá okkur.“

„Það er mesta álag ársins í janúar og hefur alltaf verið síðan ég byrjaði í þessum bransa en febrúar hefur alltaf verið okkar stærsti mánuður,“ segir Ágústa Johnson, framkvæmdarstjóri Hreyfingar, í samtali við Vísi.

„Það er alveg kolvitlaust að gera þessa dagana og allir að skrá sig á námskeið sem hefjast 13. janúar. Ég reikna með því að janúar í ár verði stærri hjá okkur en fyrir ári síðan.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×