Íslenskir krabbameinssjúklingar neyta kannabisefna við verkjum Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2014 07:30 Mynd/Getty Dæmi eru um að krabbameinssjúklingar hér á landi nota kannabisefni til að deyfa verki sem sjúkdómnum fylgja. „Kannabisefni koma stundum við sögu og í einu mjög sérstöku tilfelli, að vel ígrunduðu máli og þegar hefðbundin úrræði virkuðu ekki, höfum við hjálpað einstaklingi við að verða sér út um löglegt lyf sem inniheldur kannabis og er ekki markaðssett hér á landi,“ segir Þórunn K. Guðmundsdóttir, klínískur lyfjafræðingur hjá Landspítalanum. „Einstaka sinnum segist fólk vera að nota marijúana eða sambærileg lyf, sem þau verða sér út um á ólöglegum markaði. Þannig að það eru jú einhver tilfelli. Ég veit ekki hve algengt það er en fólk spyr oft hvort það sé gagn af þessu,“ segir Þórunn. Þá hafi krabbameinssjúklingar spurt fagaðila hvort þau þurfi að fara á svarta markaðinn til að verða sér út um kannabisefni og með því brjóta lög.Lögleiðing kannabisefna í Coloradoríki í Bandaríkjunum hefur vakið mikla athygli að undanförnu, en marijúna hefur lengi verið notað sem stuðningslyf af sjúku fólki. Þá er það notað gegn sársauka, ógleði og uppköstum og einnig til að auka matarlyst. „Það er mjög misjafnt hverjum þetta gagnast, sumum gagnast þetta en öðrum ekki. Mér finnst líka óljóst af hverju fólk er að nota þetta. Að mestu eru kannabisefni notuð til að vinna gegn ógleði og uppköstum og til að auka matarlyst. Það eru þó til mörg önnur úrræði sem virka betur,“ segir Þórunn.Gunnar Bjarni Ragnarsson, krabbameinslæknir, segist ekki vera hrifinn af notkun marijúana sem stuðningslyfi fyrir krabbameinssjúklinga. „Það er mikið talað um að nota marijúana í lækningaskyni, en þetta læknar ekki eitt né neitt því er það rangnefni.“ „Í það heila er ekkert sérstaklega góð reynsla af marijúana sem stuðningsmeðferð hjá krabbameinssjúkum eins og til dæmis gegn ógleði. Það eru til önnur lyf sem eru mun betri og það fylgja talsverðar aukaverkanir notkun marijúana sérstaklega hjá þeim sem ekki hafa notað það áður. Það er til í töfluformi og það hefur verið notað hérna heima, en af því var ekkert sérstaklega góður árangur.“ Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Dæmi eru um að krabbameinssjúklingar hér á landi nota kannabisefni til að deyfa verki sem sjúkdómnum fylgja. „Kannabisefni koma stundum við sögu og í einu mjög sérstöku tilfelli, að vel ígrunduðu máli og þegar hefðbundin úrræði virkuðu ekki, höfum við hjálpað einstaklingi við að verða sér út um löglegt lyf sem inniheldur kannabis og er ekki markaðssett hér á landi,“ segir Þórunn K. Guðmundsdóttir, klínískur lyfjafræðingur hjá Landspítalanum. „Einstaka sinnum segist fólk vera að nota marijúana eða sambærileg lyf, sem þau verða sér út um á ólöglegum markaði. Þannig að það eru jú einhver tilfelli. Ég veit ekki hve algengt það er en fólk spyr oft hvort það sé gagn af þessu,“ segir Þórunn. Þá hafi krabbameinssjúklingar spurt fagaðila hvort þau þurfi að fara á svarta markaðinn til að verða sér út um kannabisefni og með því brjóta lög.Lögleiðing kannabisefna í Coloradoríki í Bandaríkjunum hefur vakið mikla athygli að undanförnu, en marijúna hefur lengi verið notað sem stuðningslyf af sjúku fólki. Þá er það notað gegn sársauka, ógleði og uppköstum og einnig til að auka matarlyst. „Það er mjög misjafnt hverjum þetta gagnast, sumum gagnast þetta en öðrum ekki. Mér finnst líka óljóst af hverju fólk er að nota þetta. Að mestu eru kannabisefni notuð til að vinna gegn ógleði og uppköstum og til að auka matarlyst. Það eru þó til mörg önnur úrræði sem virka betur,“ segir Þórunn.Gunnar Bjarni Ragnarsson, krabbameinslæknir, segist ekki vera hrifinn af notkun marijúana sem stuðningslyfi fyrir krabbameinssjúklinga. „Það er mikið talað um að nota marijúana í lækningaskyni, en þetta læknar ekki eitt né neitt því er það rangnefni.“ „Í það heila er ekkert sérstaklega góð reynsla af marijúana sem stuðningsmeðferð hjá krabbameinssjúkum eins og til dæmis gegn ógleði. Það eru til önnur lyf sem eru mun betri og það fylgja talsverðar aukaverkanir notkun marijúana sérstaklega hjá þeim sem ekki hafa notað það áður. Það er til í töfluformi og það hefur verið notað hérna heima, en af því var ekkert sérstaklega góður árangur.“
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira