Vigdís segir ummæli sín rangtúlkuð Bjarki Ármannsson skrifar 8. mars 2014 17:07 Ummæli Vigdísar í viðtali við Monitor vöktu athygli. Visir/Pjetur Vigdís Hauksdóttir segir ummæli sín í tímaritinu Monitor hafa verið rangtúlkuð. Hún segist ekki vera á móti starfsmönnum Alþingis né heldur að hún vilji að „andrúmsloft“ Alþingis fyrir tuttugu árum síðan snúi aftur óbreytt. Þetta kemur fram í tölvupósti sem hún sendi á þingmenn í dag. Mörg ummæli Vigdísar í viðtalinu vöktu athygli, ekki síst þau sem sneru að umgjörð á Alþingi fyrr á árum og í dag. Orðrétt sagði hún í viðtalinu: „Það er mjög gaman að hafa fengið að upplifa það Alþingi sem var og hét þegar virðing þess var sem mest. Viðbyggingin var ekki komin, starfsfólk þingsins ávarpaði ekki þingmenn og það fylgdi því mikil virðing að vera Alþingismaður.“ Einnig sagði hún þingið orðið alltof „frjálslegt“ fyrir sinn smekk. Margir settu spurningarmerki við þessi orð Vigdísar en í póstinum sem hún sendir í dag segir hún kjarnann í orðunum sínum hafa gleymst og umræðuna leidda um víðan völl. Hún gagnrýnir einnig vinnubrögð fjölmiðla í málinu. „Enginn fjölmiðill hafði samband við mig til að spyrja út í ummæli mín – eða hvað ég átti við – úr því viðtalið virðist vera óljóst. En þetta er umhverfið sem við búum við,“ segir í póstinum. Hún biður jafnframt starfsmenn Alþingis afsökunar á óþægindum sem þetta mál gæti hafa leitt af sér og tekur fram að hún beri fullt traust til allra sem á Alþingi starfa. Í póstinum fjallar hún ekki um viðbrögð við ummælum sínum í viðtalinu um Blaðamannafélag Íslands, en þau vöktu einnig þónokkra athygli.Ekki náðist í Vigdísi við vinnslu þessarar fréttar. Hér má sjá póstinn í heild sinni: Góðan dag Nú hefur fjölmiðlaumfjöllunin um ummæli mín í Monitor nánast fjarað út. Þá er rétt að ég komi mínum sjónarmiðum á framfæri milliliðalaust - því ekki þýddi fyrir mig að fara inn á völlinn þegar hún var sem heitust. Ég vil biðja ykkur öll um að lesa ummæli mín orðrétt: Fyrir aldamót var ég varaþingmaður í tvö kjörtímabil. Þá hef ég líklega bara tekið það að mér til þess að vera einskonar skrautfjöður á listanum eða eitthvað slíkt eins og gerist en á þessu tímabili fór ég þrisvar eða fjórum sinnum inn sem varaþingmaður. Það er mjög gaman að hafa fengið að upplifa það Alþingi sem var og hét þegar virðing þess var sem mest. Viðbyggingin var ekki komin, starfsfólk þingsins ávarpaði ekki þingmenn og það fylgdi því mikil virðing að vera Alþingismaður. Síðan hefur þetta breyst mikið og andrúmsloftið og öll umgjörðin finnst mér orðin allt öðruvísi. Eftir að fjölmiðlar byrjuðu að sparka meira í þingmenn þá finnst mér viðhorf starfsmannanna líka breytast. Það þykir mér óskaplega leiðinlegt og það er eins og þessi gömlu góðu hefðir þingsins hafi ekki skilað sér nógu vel inn í nútímann. Starfsmenn þingsins eiga að sjá til þess að allar hefðir séu í heiðri hafðar en nú er þetta orðið alltof frjálslegt fyrir minn smekk. Ekkert í þessum orðum felur það í sér að ég sé á móti starfsmönnum Alþingis. Ég er að fjalla um þá þróun sem hefur átt sér stað á Alþingi fyrir rúmum tuttugu árum og til dagsins í dag. Þessum orðum hefur verið snúið á hvolf – að ég sé á móti starfsmönnum þingsins og að ég vilji að það andrúmsloft sem var á Alþingi þá komi aftur óbreytt. Þingmaður má sín lítils þegar ummæli eru rangtúlkuð. Í þessu tilfelli gleymist kjarninn sem í orðum mínum felst þ.e. sjálf ummælin sem eru í blaðinu og umræðan leidd út um víðan völl. Við því er ekkert að gera. Enginn fjölmiðill hafði samband við mig til að spyrja út í ummæli mín – eða hvað ég átti við – úr því viðtalið virðist vera óljóst. En þetta er umhverfið sem við búum við. Eftir á að hyggja sé ég að ég hafi mátt vera nákvæmari í að orða hugsanir mínar. Ég vil líka taka fram að ég er mjög íhaldssöm þegar kemur að hefðum og sú hugsun sem ég átti við skilar sér ekki í viðtalinu. Ég vil biðja starfsfólk Alþingis afsökunar á þeim óþægindunum sem þessi umræða hefur leitt af sér. Ég ber fullt traust til allra sem starfa á Alþingi og vonast ég eftir góðu samstarfi hér eftir sem hingað til. Eins er rétt að það komi fram að ég ber fullt traust til forseta þingsins Einars K. Guðfinnssonar. Alþingi er í góðum höndum undir hans stjórn. Með vinsemd og ósk um góða helgi Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir segir ummæli sín í tímaritinu Monitor hafa verið rangtúlkuð. Hún segist ekki vera á móti starfsmönnum Alþingis né heldur að hún vilji að „andrúmsloft“ Alþingis fyrir tuttugu árum síðan snúi aftur óbreytt. Þetta kemur fram í tölvupósti sem hún sendi á þingmenn í dag. Mörg ummæli Vigdísar í viðtalinu vöktu athygli, ekki síst þau sem sneru að umgjörð á Alþingi fyrr á árum og í dag. Orðrétt sagði hún í viðtalinu: „Það er mjög gaman að hafa fengið að upplifa það Alþingi sem var og hét þegar virðing þess var sem mest. Viðbyggingin var ekki komin, starfsfólk þingsins ávarpaði ekki þingmenn og það fylgdi því mikil virðing að vera Alþingismaður.“ Einnig sagði hún þingið orðið alltof „frjálslegt“ fyrir sinn smekk. Margir settu spurningarmerki við þessi orð Vigdísar en í póstinum sem hún sendir í dag segir hún kjarnann í orðunum sínum hafa gleymst og umræðuna leidda um víðan völl. Hún gagnrýnir einnig vinnubrögð fjölmiðla í málinu. „Enginn fjölmiðill hafði samband við mig til að spyrja út í ummæli mín – eða hvað ég átti við – úr því viðtalið virðist vera óljóst. En þetta er umhverfið sem við búum við,“ segir í póstinum. Hún biður jafnframt starfsmenn Alþingis afsökunar á óþægindum sem þetta mál gæti hafa leitt af sér og tekur fram að hún beri fullt traust til allra sem á Alþingi starfa. Í póstinum fjallar hún ekki um viðbrögð við ummælum sínum í viðtalinu um Blaðamannafélag Íslands, en þau vöktu einnig þónokkra athygli.Ekki náðist í Vigdísi við vinnslu þessarar fréttar. Hér má sjá póstinn í heild sinni: Góðan dag Nú hefur fjölmiðlaumfjöllunin um ummæli mín í Monitor nánast fjarað út. Þá er rétt að ég komi mínum sjónarmiðum á framfæri milliliðalaust - því ekki þýddi fyrir mig að fara inn á völlinn þegar hún var sem heitust. Ég vil biðja ykkur öll um að lesa ummæli mín orðrétt: Fyrir aldamót var ég varaþingmaður í tvö kjörtímabil. Þá hef ég líklega bara tekið það að mér til þess að vera einskonar skrautfjöður á listanum eða eitthvað slíkt eins og gerist en á þessu tímabili fór ég þrisvar eða fjórum sinnum inn sem varaþingmaður. Það er mjög gaman að hafa fengið að upplifa það Alþingi sem var og hét þegar virðing þess var sem mest. Viðbyggingin var ekki komin, starfsfólk þingsins ávarpaði ekki þingmenn og það fylgdi því mikil virðing að vera Alþingismaður. Síðan hefur þetta breyst mikið og andrúmsloftið og öll umgjörðin finnst mér orðin allt öðruvísi. Eftir að fjölmiðlar byrjuðu að sparka meira í þingmenn þá finnst mér viðhorf starfsmannanna líka breytast. Það þykir mér óskaplega leiðinlegt og það er eins og þessi gömlu góðu hefðir þingsins hafi ekki skilað sér nógu vel inn í nútímann. Starfsmenn þingsins eiga að sjá til þess að allar hefðir séu í heiðri hafðar en nú er þetta orðið alltof frjálslegt fyrir minn smekk. Ekkert í þessum orðum felur það í sér að ég sé á móti starfsmönnum Alþingis. Ég er að fjalla um þá þróun sem hefur átt sér stað á Alþingi fyrir rúmum tuttugu árum og til dagsins í dag. Þessum orðum hefur verið snúið á hvolf – að ég sé á móti starfsmönnum þingsins og að ég vilji að það andrúmsloft sem var á Alþingi þá komi aftur óbreytt. Þingmaður má sín lítils þegar ummæli eru rangtúlkuð. Í þessu tilfelli gleymist kjarninn sem í orðum mínum felst þ.e. sjálf ummælin sem eru í blaðinu og umræðan leidd út um víðan völl. Við því er ekkert að gera. Enginn fjölmiðill hafði samband við mig til að spyrja út í ummæli mín – eða hvað ég átti við – úr því viðtalið virðist vera óljóst. En þetta er umhverfið sem við búum við. Eftir á að hyggja sé ég að ég hafi mátt vera nákvæmari í að orða hugsanir mínar. Ég vil líka taka fram að ég er mjög íhaldssöm þegar kemur að hefðum og sú hugsun sem ég átti við skilar sér ekki í viðtalinu. Ég vil biðja starfsfólk Alþingis afsökunar á þeim óþægindunum sem þessi umræða hefur leitt af sér. Ég ber fullt traust til allra sem starfa á Alþingi og vonast ég eftir góðu samstarfi hér eftir sem hingað til. Eins er rétt að það komi fram að ég ber fullt traust til forseta þingsins Einars K. Guðfinnssonar. Alþingi er í góðum höndum undir hans stjórn. Með vinsemd og ósk um góða helgi
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Sjá meira