Fasteignamat hækkar um 7,7% Stefán Árni Pálsson skrifar 10. júní 2014 15:21 Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,7% frá yfirstandandi ári og verður 5.396 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2015 sem Þjóðskrá Íslands birti í dag. Nýtt fasteignamat miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2014. Matið hækkar á 91,7% eigna en lækkar á 8,3% eigna frá fyrra ári. Fasteignamatið byggir á upplýsingum úr þinglýstum kaupsamningum auk fjölmargra annarra þátta sem hafa áhrif á verðmæti fasteigna. Í ár er haldið áfram að þróa matsaðferðir Þjóðskrár í samræmi við lög um skráningu og mat fasteigna. Markmið laganna er að samræma fasteignamat á öllu landinu þannig að það standist kröfur stjórnsýsluréttar um jafnræði. Þessar breytingar hófust árið 2009 þegar nýjar og nákvæmari aðferðir voru teknar upp við mat á íbúðarhúsnæði. Nú eru teknar upp sambærilegar aðferðir við mat á atvinnuhúsnæði og húsum á bújörðum til sveita, sem endurspegla betur markaðsverðmæti á hverjum tíma.Íbúðaeignir metnar á 3.540 milljarða króna Mat íbúðareigna (126.581) á öllu landinu hækkar samtals um 7,3% frá árinu 2014 og verður samanlagt fasteignamat þeirra 3.540 milljarðar króna í fasteignamatinu 2015. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matsverð íbúða í fjölbýli meira en mat íbúða í sérbýli en utan höfuðborgarsvæðisins er þessu öfugt farið. Þar hækkar fasteignamat sérbýlis meira en mat fjölbýlis. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis í landinu hækkar um 12,4%. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matið um 14,1% en um 8,9% á landsbyggðinni. Frístundahúsnæði hækkar minnst eða um 3,3%.Hækkun fasteignamats 2015 Sérbýli Fjölbýli Atvinnuhúsnæði Landið allt 5,2% 10,2% 12,4% Höfuðborgarsvæðið 6,0% 11,2% 14,1% Utan höfuðborgarsvæðisins 3,5% 3,1% 8,9% Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 9,1%. Matið á Suðurnesjum hækkar um 4,6%, matið hækkar um 3,9% á Vesturlandi, 3,7% á Vestfjörðum, 5,1% á Norðurlandi vestra, 6,2% á Norðurlandi eystra, 3,3% á Austurlandi og 4,2% á Suðurlandi. Fasteignamat á landinu hækkar mest í Borgarfjarðarhreppi eða um 14,3% og um 13,6% í Tálknarfjarðarhreppi en lækkar hins vegar um 2,1% í Vogum og um 0,2% í Ísafjarðabæ. Hækkun á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði mest miðsvæðisMeðalhækkun á mati íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er 8,6%. Miðlæg svæði hækka að jafnaði meira en þau sem eru á jaðrinum. Fasteignamat í einstökum hverfum þróast nokkuð misjafnlega. Þannig hækkar matið mest í Garðabæ/Akrahverfi eða um 14,6% og um 13,5% í Blesugróf. Matið hækkar um 13,2% í Hlíðunum, um 8,1% í Skerjafirði, um 8,1% í Rima-, Engja-, Víkur- og Borgarhverfum í Grafarvogi og um 5,4% í Seljahverfi. Minnst er hækkunin í Mosfellsbæ/Leirvogstungu eða um 1,7%. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,7% frá yfirstandandi ári og verður 5.396 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2015 sem Þjóðskrá Íslands birti í dag. Nýtt fasteignamat miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2014. Matið hækkar á 91,7% eigna en lækkar á 8,3% eigna frá fyrra ári. Fasteignamatið byggir á upplýsingum úr þinglýstum kaupsamningum auk fjölmargra annarra þátta sem hafa áhrif á verðmæti fasteigna. Í ár er haldið áfram að þróa matsaðferðir Þjóðskrár í samræmi við lög um skráningu og mat fasteigna. Markmið laganna er að samræma fasteignamat á öllu landinu þannig að það standist kröfur stjórnsýsluréttar um jafnræði. Þessar breytingar hófust árið 2009 þegar nýjar og nákvæmari aðferðir voru teknar upp við mat á íbúðarhúsnæði. Nú eru teknar upp sambærilegar aðferðir við mat á atvinnuhúsnæði og húsum á bújörðum til sveita, sem endurspegla betur markaðsverðmæti á hverjum tíma.Íbúðaeignir metnar á 3.540 milljarða króna Mat íbúðareigna (126.581) á öllu landinu hækkar samtals um 7,3% frá árinu 2014 og verður samanlagt fasteignamat þeirra 3.540 milljarðar króna í fasteignamatinu 2015. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matsverð íbúða í fjölbýli meira en mat íbúða í sérbýli en utan höfuðborgarsvæðisins er þessu öfugt farið. Þar hækkar fasteignamat sérbýlis meira en mat fjölbýlis. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis í landinu hækkar um 12,4%. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matið um 14,1% en um 8,9% á landsbyggðinni. Frístundahúsnæði hækkar minnst eða um 3,3%.Hækkun fasteignamats 2015 Sérbýli Fjölbýli Atvinnuhúsnæði Landið allt 5,2% 10,2% 12,4% Höfuðborgarsvæðið 6,0% 11,2% 14,1% Utan höfuðborgarsvæðisins 3,5% 3,1% 8,9% Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 9,1%. Matið á Suðurnesjum hækkar um 4,6%, matið hækkar um 3,9% á Vesturlandi, 3,7% á Vestfjörðum, 5,1% á Norðurlandi vestra, 6,2% á Norðurlandi eystra, 3,3% á Austurlandi og 4,2% á Suðurlandi. Fasteignamat á landinu hækkar mest í Borgarfjarðarhreppi eða um 14,3% og um 13,6% í Tálknarfjarðarhreppi en lækkar hins vegar um 2,1% í Vogum og um 0,2% í Ísafjarðabæ. Hækkun á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði mest miðsvæðisMeðalhækkun á mati íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er 8,6%. Miðlæg svæði hækka að jafnaði meira en þau sem eru á jaðrinum. Fasteignamat í einstökum hverfum þróast nokkuð misjafnlega. Þannig hækkar matið mest í Garðabæ/Akrahverfi eða um 14,6% og um 13,5% í Blesugróf. Matið hækkar um 13,2% í Hlíðunum, um 8,1% í Skerjafirði, um 8,1% í Rima-, Engja-, Víkur- og Borgarhverfum í Grafarvogi og um 5,4% í Seljahverfi. Minnst er hækkunin í Mosfellsbæ/Leirvogstungu eða um 1,7%.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði