"Ég hef misst 55 kg síðan ég ákvað að breyta lífi mínu“ Ellý Ármanns skrifar 29. júlí 2014 10:45 Munurinn á Ástu er gríðarlegur eins og sjá má á myndunum. Ásta Valsdóttir, 45 ára, fjölskyldukona sem starfar í sjálfstæðri búsetu fyrir fatlaða er 50 kílóum léttari en hún var fyrir þremur árum. „Í ágúst 2011 var ég 150 kíló. Mér leið alveg svakalega illa á þessum tíma. Ég var að vinna sömu vinnu ég geri í dag. Ég sá það að ef ég myndi ekki gera eitthvað í mínum málum þá myndi ég ekki komast fram úr rúminu,“ segir Ásta þegar samtal okkar hefst. „Ég fór í inngrip eða magahjáveituaðgerð í nóvember 2012 og síðan þá hefur mér gengið ágætlega. Ég var búin að ná af mér 18 kílóum þegar ég fór í aðgerðina sjálfa eftir að ég byrjaði að mæta reglulega í hóp fyrir of þunga einstaklinga. Ég fæ lítilvægar aukaverkanir í dag en mér líður miklu betur.“ „Sjálfsmyndin mín er svakalega skökk ennþá. Ég er ennþá stóra feita konan í hausnum á mér. Um daginn var ég að máta úlpu og ég fékk áfall þegar ég sá í speglinum hvað ég hef grennst. Hugarfarið skiptir alveg svakalega miklu máli en þetta er hægt og ég held að hugarfarið verði að vera til staðar ef árangur á að nást,“ segir hún. „Prógrammið fyrir offituhópinn sem ég var í hjálpaði mér mikið. Við vorum níu saman í hópnum og mættum tvisvar sinnum í viku. Við hjálpum hvort öðru. Þarna mættum við á fyrirlestra í sambandi við næringu og hvernig við gætum hjálpað okkur sjálf en þar kemur andlega hliðin sterk inn.“ Mælir þú með hjáveituaðgerð þegar engin lausn er í sjónmáli? „Það náttúrulega fer eftir persónuleika hvers og eins. Ég myndi mæla með þessu ef fólk er búið að reyna allt eins og ég var búin að gera til að létta mig. Matarfíknin er svo sterk. Hún yfirtekur allt. En ég er að vinna í sjálfri mér hægt og rólega því ég þarf að gefa mér tíma í að ná árangri og passa upp á mig sjálfa og vera meðvituð um það sem ég er að gera og þá tala ég algjörlega fyrir sjálfa mig.“ „Enginn gerir neitt fyrir mig nema ég sjálf. Ég reyni að hugsa vel um mig. Börnin mín tvö, maðurinn minn og foreldrar mínir styðja mig heilshugar í þessu verkefni og það er ómetanlegt fyrir mig. Það er hægt að ná árangri en mikilvægt er að byrja rólega og ekki ætla sér að gleypa heiminn í fyrradag því þá krassar maður. Ég er búin að reyna alla kúra en ég er sykurfíkill.“ Hvað ertu þung í dag? „Ég rokka frá 98 kílóum til 95. Ég hef misst 55 kg síðan ég ákvað að breyta lífi mínu til hins betra og tók mig á. Ég fer út að ganga og er í líkamsrækt í Þreksport hjá þjálfara,“ segir Ásta staðráðin í að halda áfram að rækta sjálfa sig. Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Ásta Valsdóttir, 45 ára, fjölskyldukona sem starfar í sjálfstæðri búsetu fyrir fatlaða er 50 kílóum léttari en hún var fyrir þremur árum. „Í ágúst 2011 var ég 150 kíló. Mér leið alveg svakalega illa á þessum tíma. Ég var að vinna sömu vinnu ég geri í dag. Ég sá það að ef ég myndi ekki gera eitthvað í mínum málum þá myndi ég ekki komast fram úr rúminu,“ segir Ásta þegar samtal okkar hefst. „Ég fór í inngrip eða magahjáveituaðgerð í nóvember 2012 og síðan þá hefur mér gengið ágætlega. Ég var búin að ná af mér 18 kílóum þegar ég fór í aðgerðina sjálfa eftir að ég byrjaði að mæta reglulega í hóp fyrir of þunga einstaklinga. Ég fæ lítilvægar aukaverkanir í dag en mér líður miklu betur.“ „Sjálfsmyndin mín er svakalega skökk ennþá. Ég er ennþá stóra feita konan í hausnum á mér. Um daginn var ég að máta úlpu og ég fékk áfall þegar ég sá í speglinum hvað ég hef grennst. Hugarfarið skiptir alveg svakalega miklu máli en þetta er hægt og ég held að hugarfarið verði að vera til staðar ef árangur á að nást,“ segir hún. „Prógrammið fyrir offituhópinn sem ég var í hjálpaði mér mikið. Við vorum níu saman í hópnum og mættum tvisvar sinnum í viku. Við hjálpum hvort öðru. Þarna mættum við á fyrirlestra í sambandi við næringu og hvernig við gætum hjálpað okkur sjálf en þar kemur andlega hliðin sterk inn.“ Mælir þú með hjáveituaðgerð þegar engin lausn er í sjónmáli? „Það náttúrulega fer eftir persónuleika hvers og eins. Ég myndi mæla með þessu ef fólk er búið að reyna allt eins og ég var búin að gera til að létta mig. Matarfíknin er svo sterk. Hún yfirtekur allt. En ég er að vinna í sjálfri mér hægt og rólega því ég þarf að gefa mér tíma í að ná árangri og passa upp á mig sjálfa og vera meðvituð um það sem ég er að gera og þá tala ég algjörlega fyrir sjálfa mig.“ „Enginn gerir neitt fyrir mig nema ég sjálf. Ég reyni að hugsa vel um mig. Börnin mín tvö, maðurinn minn og foreldrar mínir styðja mig heilshugar í þessu verkefni og það er ómetanlegt fyrir mig. Það er hægt að ná árangri en mikilvægt er að byrja rólega og ekki ætla sér að gleypa heiminn í fyrradag því þá krassar maður. Ég er búin að reyna alla kúra en ég er sykurfíkill.“ Hvað ertu þung í dag? „Ég rokka frá 98 kílóum til 95. Ég hef misst 55 kg síðan ég ákvað að breyta lífi mínu til hins betra og tók mig á. Ég fer út að ganga og er í líkamsrækt í Þreksport hjá þjálfara,“ segir Ásta staðráðin í að halda áfram að rækta sjálfa sig.
Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“