Dave Hester aftur í Storage Wars: „Yuup“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 29. júlí 2014 14:14 Jarrod, Dan, Dave, Darrell og Barry. Ein af helstu stjörnum raunveruleikaþáttarins Storage Wars mun birtast aftur á skjánum eftir að hafa staðið í málaferlum við þáttastjórnendur. Dave Hester verður í nýjustu þáttaröðinni sem verður frumsýnd þann 12 ágúst í Bandaríkjunum. Storage Wars hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum sem og hér á landi. Þátturinn er sýndur á stöðinni History Channel, sem næst á Fjölvarpinu. Þátturinn er um fólk sem kaupir hluti sem hafa verið skildir eftir í geymslum í Bandaríkjunum , á uppboði. Oft finnur fólkið verðmætar gersemar í geymslunum. En það sem gerir þættina sérstaklega spennandi er að fólkið má ekki fara inn í geymslurnar áður en það kaupir hlutina sem eru inni í þeim og því þarf innsæi og heppni til þess að græða á þessum viðskiptum.Hester hætti í þáttunum árið 2012 og hefur staðið í málaferlum við þáttastjórnendur síðan. Hann sagði opinberlega að þátturinn væri sviðsettur og að þáttastjórnendur settu oft verðmæta hluti inn í geymslurnar, til að búa til betra sjónvarp. Hester var ein af helstu stjörnum þáttanna, en hann vakti alltaf athygli fyrir hegðun sína á uppboðum. Hann beið alltaf fram á síðustu stundu og kallaði þá: „Yuup“ hátt og snjallt. Hann sveifst einskis í eldri þáttaröðunum og verður fróðlegt að sjá hvort að hann muni halda áfram að tala niður til annarra sem sækja uppboðin. Endurkoma Hester í þættina gæti tengst minnkandi áhorfi; þetta gæti verið tilraun til þess að sporna við því. Í fyrstu þáttaröðunum var Hester helsta stjarnan ásamt hinum líflega Barry Weiss. Weiss er nú hættur í þáttunum, eftir að hann byrjaði með sína eigin þáttaröð sem heitir Barry‘d Treasure. Fyrr í mánuðinum var sagt frá því að Dan Dotson, uppboðshaldari og ein af stjörnum Storage Wars, hefði fengið slagæðagúlp. Hann var á spítala í tvær vikur en hefur verið útskrifaður og mun halda áfram í þáttunum.Metin á hundruði milljóna Stjörnur Storage Wars taka þátt í uppboðunum af mismunandi ástæðum. Sumir þeirra reka búðir sem selja notaða hluti en aðrir eru að leita að fjársjóði sem þeir geta selt áfram og grætt peninga. Á vefnum Celebrity Net Worth er virði frægs fólks í Bandaríkjunum metið út frá eignum. Hér að má sjá lista yfir hvað stjörnur Storage Wars eru metnar á.Dave Hester 346 milljónir krónaBarry Weiss 1,15 milljarð krónaDarrell Sheets 518 milljónir krónaJarrod Schulz 172 milljónir krónaBrandi Passante 172 milljónir krónaDan Dotson 518 milljónir króna Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Ein af helstu stjörnum raunveruleikaþáttarins Storage Wars mun birtast aftur á skjánum eftir að hafa staðið í málaferlum við þáttastjórnendur. Dave Hester verður í nýjustu þáttaröðinni sem verður frumsýnd þann 12 ágúst í Bandaríkjunum. Storage Wars hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum sem og hér á landi. Þátturinn er sýndur á stöðinni History Channel, sem næst á Fjölvarpinu. Þátturinn er um fólk sem kaupir hluti sem hafa verið skildir eftir í geymslum í Bandaríkjunum , á uppboði. Oft finnur fólkið verðmætar gersemar í geymslunum. En það sem gerir þættina sérstaklega spennandi er að fólkið má ekki fara inn í geymslurnar áður en það kaupir hlutina sem eru inni í þeim og því þarf innsæi og heppni til þess að græða á þessum viðskiptum.Hester hætti í þáttunum árið 2012 og hefur staðið í málaferlum við þáttastjórnendur síðan. Hann sagði opinberlega að þátturinn væri sviðsettur og að þáttastjórnendur settu oft verðmæta hluti inn í geymslurnar, til að búa til betra sjónvarp. Hester var ein af helstu stjörnum þáttanna, en hann vakti alltaf athygli fyrir hegðun sína á uppboðum. Hann beið alltaf fram á síðustu stundu og kallaði þá: „Yuup“ hátt og snjallt. Hann sveifst einskis í eldri þáttaröðunum og verður fróðlegt að sjá hvort að hann muni halda áfram að tala niður til annarra sem sækja uppboðin. Endurkoma Hester í þættina gæti tengst minnkandi áhorfi; þetta gæti verið tilraun til þess að sporna við því. Í fyrstu þáttaröðunum var Hester helsta stjarnan ásamt hinum líflega Barry Weiss. Weiss er nú hættur í þáttunum, eftir að hann byrjaði með sína eigin þáttaröð sem heitir Barry‘d Treasure. Fyrr í mánuðinum var sagt frá því að Dan Dotson, uppboðshaldari og ein af stjörnum Storage Wars, hefði fengið slagæðagúlp. Hann var á spítala í tvær vikur en hefur verið útskrifaður og mun halda áfram í þáttunum.Metin á hundruði milljóna Stjörnur Storage Wars taka þátt í uppboðunum af mismunandi ástæðum. Sumir þeirra reka búðir sem selja notaða hluti en aðrir eru að leita að fjársjóði sem þeir geta selt áfram og grætt peninga. Á vefnum Celebrity Net Worth er virði frægs fólks í Bandaríkjunum metið út frá eignum. Hér að má sjá lista yfir hvað stjörnur Storage Wars eru metnar á.Dave Hester 346 milljónir krónaBarry Weiss 1,15 milljarð krónaDarrell Sheets 518 milljónir krónaJarrod Schulz 172 milljónir krónaBrandi Passante 172 milljónir krónaDan Dotson 518 milljónir króna
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira