Lífið

FKA heiðrar konur í atvinnulífinu

Ellý Ármanns skrifar
Meðfylgjandi myndir voru teknar í Hörpu í gær þar sem FKA; Félag kvenna í atvinnulífinu afhenti sínar árlegu viðurkenningar að viðstöddum fjölda þeirra karla og kvenna sem standa í framlínu íslensks viðskipta- og atvinnulífs. 

FKA viðurkenningu hlaut Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova, hvatningarviðurkenningu hlaut Rakel Sölvadóttir, tölvunarfræðingur og stofnandi Skema eða reKode eins og félagið kallast erlendis en félagið sérhæfir sig í að kenna ungu fólki frá 6 ára aldri að forrita og þakkarviðurkenningu hlaut Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi.

Eftir athöfnina var haldið á veitingahúsið Kolabrautin þar sem hátíðarkvöldverður fór fram.

Íris Gunnarsdóttir og Sigurlaug Gissurardóttir.
Ester Ólafsdóttir og Þóra Ólafsdóttir.
Rakel Sölvadóttir, tölvunarfræðingur og stofnandi Skema fékk hvatningarviðurkenningu FKA.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður FKA, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi sem fékk þakkarviðurkenningu og Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
FKA viðurkenninguna 2014 hlaut Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova; fyrirtækis sem gjarnan er talað um sem „stærsta skemmtistað í heimi“. Hér er hún ásamt Þórdísi og Ragnheiði.
Margrét Kristmannsdóttir og Margrét Blöndal.
Bjarný Björg Arnórsdóttir, Þuríður Hrund Hjartardóttir og Sólveig Guðmundsdóttir.
Aðalheiður Héðinsdóttir og Hlédís Sveinsdóttir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.