Innlent

Gunnar segir ekki koma til greina að víkja

Elimar Hauksson skrifar
Gunnar I. Birgisson
Gunnar I. Birgisson
Mikil ólga er í bæjarstjórn Kópavogs og hefur komið fram sú krafa að Gunnar Birgisson víki sem formaður framkvæmdaráðs bæjarins eftir umdeilda atkvæðagreiðslu í vikunni.

Í tilkynningu frá bæjarfulltrúum Samfylkingar segir að Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, fari vísvitandi rangt með tölur um kostnað af húsnæðisaðgerðum og þannig hafi hann talað niður lánshæfismat bæjarins. Fulltrúarnir harmi gífuryrði bæjarstjóra vegna málsins og að verkefnið muni ekki kosta þrjá milljarða eins og haldið hafi verið fram. Undir þetta tekur Gunnar Birgisson, Sjálfstæðisflokki. Hann segir það ekki koma til greina að hann víki úr framkvæmdaráði.

„Það eru hreinar línur að bæjarstóri fer með rangt mál í fjölmiðlum. Það er ekki hægt að stilla þessu upp á versta veg og taka ekki inn í reikninginn væntanlegar tekjur af lóðasölu bæjarins,“ segir Gunnar.

Ómar Stefánsson, oddviti framsóknarmanna, segir sökina hins vegar þeirra sem stóðu að tillögunni.

„Tillagan er skýr frá þeim, hún segir „nú þegar“. „Nú þegar“ er ekki teygjanlegt hugtak og þegar þú ætlar að gera eitthvað nú þegar, sem kallar á milljarðakostnað, þá geturðu ekki kennt bæjarstjóra um það?,“ segir Ómar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×