Innlent

Leggja til stofnun lagaskrifstofu

Þorgils Jónsson skrifar
Vigdís Hauksdóttir er framsögumaður frumvarpsins um stofnun Lagaskrifstofu Alþingis.
Vigdís Hauksdóttir er framsögumaður frumvarpsins um stofnun Lagaskrifstofu Alþingis. Fréttablaðið/GVA
Sex þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp um stofnun Lagaskrifstofu Alþingis.

Hlutverk hennar verði að „samræma reglur um samningu lagafrumvarpa og annan undirbúning löggjafarmála“ með það að sjónarmiði að frumvörp standist til dæmis stjórnarskrá, gildandi lög og alþjóðasamninga. Auk þess að ganga úr skugga um að frumvörp séu nákvæm og skýr og gjaldtökuheimildir skýrar.

Í greinargerð er tekið fram að rétt sé að komið verði upp sjálfstæðri stofnun og mikilvægt að koma í veg fyrir að óvönduð frumvörp verði að lögum. Í athugasemdum segir að sum lög hafi gengið gegn stjórnarskrá, eða haft aðra „lagatæknilega galla“. Lagaskrifstofa muni auk þess efla stöðu Alþingis í stjórnskipan, styrkja lýðræði og auka virðingu ríkisstofnana.

Skrifstofan skal verða skipuð fimm lögfræðingum, þar af tveimur lagaprófessorum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×