Innlent

Dregur úr snjóflóðahættu

Vísir/Róbert Reynisson
Veðurstofan hefur, í samráði við viðeigandi aðila, lækkað snjóflóðahættustig á norðanverðum Vestfjörðum, ultanverðum Tröllaskaga og á Austfjörðum niður í nokkra hættu.

Það er næst lægsta hættustigið af fimm. Veðurstofan tekur fram að mikill snjór sé þó til fjalla á öllum þessum svæðum, en að snjóalögin séu sæmilega stöðug.

Ekki hafa borist fregnir af snjóflóðum síðasta sólarhringinn og ekki er búist við mikilli snjókomu í bráð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×