Sigmundur Ernir hittir tvífara sinn fyrir Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2014 10:25 Samstarfsmenn á Pipar. Ekki þarf að velta því lengi fyrir sér af hverju Sævar valdist til að fara með hlutverk Sigmundar Ernis í Áramótaskaupinu. visir/stefán Fagnaðarfundir urðu á fyrsta virkum degi nýs árs þegar Sigmundur Ernir Rúnarsson mætti fyrsta sinni til starfa á auglýsingastofunni PIPAR/TBWA þá er hann hitti fyrir tvífara sinn, Ljóta hálfvitann Sævar Sigurgeirsson. Sævar starfar á Pipar, sem texta- og hugmyndasmiður, líkt og Sigmundur Ernir, en hann hefur, auk þess að starfa í hljómsveitinni Ljótu hálfvitarnir fengist við það undanfarin fjögur ár, á undan þessu síðasta, að vera einn höfunda og leika Sigmund Erni í Áramótaskaupinu, þegar Sigmundur Ernir kemur við sögu. „Þeir sitja nánast hlið við hlið í sömu deildinni; texta og hugmyndadeild,“ segir Valgeir Magnússon framkvæmdastjóri Pipars. „Þeim þótti það náttúrlega báðum skondið, að vera farnir að vinna á sama stað. Annar hefur haft atvinnu af því að leika hinn. Vinnufélögunum fannst það enn skondnara þegar Sigmundur var kynntur inn sem nýr starfsmaður. Sem er skemmtilegt, verið talað um það síðustu ár, af því að Sævar er svo mikilvægur, að það þyrfti eiginlega að klóna hann. Þetta er kannski liður í því.“ Sigmundur Ernir, fyrrverandi alþingis- og sjónvarpsmaður, hóf störf á Pipar strax eftir áramót. Valgeir segir að Sigmundur hafi sýnt því áhuga að komast í auglýsingabransann og það hafi ekki vafist fyrir þeim að ráða hann inn. „Við vissum að hann býr að mikilli reynslu sem getur nýst vel. Á þessari stofu vinna margir sem hafa starfað á fjölmiðlum, þannig að hann kannast við marga sem hér voru fyrir á fleti.“ Auglýsingastofan Pipar hefur beinlínis blásið út að undanförnu og nú starfa þar 46 manns. „Nóg að gera og virðist ekkert lát á því. Ég hef vart undan að sitja fundi með fyrirtækjum sem hafa áhuga á þjónustu okkar,“ segir Valgeir. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Fagnaðarfundir urðu á fyrsta virkum degi nýs árs þegar Sigmundur Ernir Rúnarsson mætti fyrsta sinni til starfa á auglýsingastofunni PIPAR/TBWA þá er hann hitti fyrir tvífara sinn, Ljóta hálfvitann Sævar Sigurgeirsson. Sævar starfar á Pipar, sem texta- og hugmyndasmiður, líkt og Sigmundur Ernir, en hann hefur, auk þess að starfa í hljómsveitinni Ljótu hálfvitarnir fengist við það undanfarin fjögur ár, á undan þessu síðasta, að vera einn höfunda og leika Sigmund Erni í Áramótaskaupinu, þegar Sigmundur Ernir kemur við sögu. „Þeir sitja nánast hlið við hlið í sömu deildinni; texta og hugmyndadeild,“ segir Valgeir Magnússon framkvæmdastjóri Pipars. „Þeim þótti það náttúrlega báðum skondið, að vera farnir að vinna á sama stað. Annar hefur haft atvinnu af því að leika hinn. Vinnufélögunum fannst það enn skondnara þegar Sigmundur var kynntur inn sem nýr starfsmaður. Sem er skemmtilegt, verið talað um það síðustu ár, af því að Sævar er svo mikilvægur, að það þyrfti eiginlega að klóna hann. Þetta er kannski liður í því.“ Sigmundur Ernir, fyrrverandi alþingis- og sjónvarpsmaður, hóf störf á Pipar strax eftir áramót. Valgeir segir að Sigmundur hafi sýnt því áhuga að komast í auglýsingabransann og það hafi ekki vafist fyrir þeim að ráða hann inn. „Við vissum að hann býr að mikilli reynslu sem getur nýst vel. Á þessari stofu vinna margir sem hafa starfað á fjölmiðlum, þannig að hann kannast við marga sem hér voru fyrir á fleti.“ Auglýsingastofan Pipar hefur beinlínis blásið út að undanförnu og nú starfa þar 46 manns. „Nóg að gera og virðist ekkert lát á því. Ég hef vart undan að sitja fundi með fyrirtækjum sem hafa áhuga á þjónustu okkar,“ segir Valgeir.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira