Angel Care veldur dauðsföllum: Svona tryggir þú öryggi barnsins þíns Hrund Þórsdóttir skrifar 18. janúar 2014 20:00 Margir foreldrar kannast við Angel Care tækið, sem vaktar andardrátt, hjartslátt og hreyfingar barna þegar þau sofa. Komið hefur í ljós að tækið getur skapað hengingarhættu sé rangt farið með það og hafa tvö bandarísk börn látið lífið vegna þessa. 600 þúsund tæki voru innkölluð ytra og hefur Neytendastofa nú vakið athygli átilkynningu VL heildverslunar, þar sem fram kemur að snúra úr skynjaraplötu sem sett er undir dýnu í barnarúmi geti valdið hengingarhættu nái barn taki á snúrunni. 17 mánaða íslensk stúlka komst nýlega í þessar aðstæður. „Við komum að henni þegar hún var búin að ná í snúruna sem er tengd við skynjaraplötuna sem er undir dýnunni og hún var búin að snúa henni utan um sig,“ segir Arnþór Birkisson, faðir stúlkunnar. Hann segir tilhugsunina um hvað hefði getað gerst mjög óþægilega. „Þegar maður fór að hugsa út í þetta í þessu samhengi, að hún var með snúruna og að börn hafa dáið vegna þessa; það var mjög óþægilegt.“ Hvernig getur fólk komið í veg fyrir að þessi tæki skapi hættu? „Með því fyrst og fremst að fara eftir leiðbeiningunum. Þar kemur skýrt fram að vefja skuli snúrunni í kringum rúmfótinn og tengja hana svo meðfram gólfinu og í móðurstöðina,“ segir Lára Sigurðardóttir, eigandi VL heildverslunar, sem er umboðsaðili Angel Care hér á landi. Einnig sé mikilvægt að ekki sé slaki á snúrunni og að móðurstöðin sé í minnst eins metra fjarlægð frá plötunni. Þá fæst nú ókeypis öryggishlíf. „Öryggishlífin mun fylgja öllum tækjum frá og með febrúar 2014 en fram að þeim tíma geta notendur tækisins sótt þessa öryggishlíf á alla sölustaði Angel Care á Íslandi,“ segir Lára. Með réttri notkun getur tækið komið í veg fyrir slys og Arnþór hyggst nota það áfram. „Þetta er mjög gott tæki sem býður upp á marga öryggiseiginleika sem er gott fyrir alla foreldra að hafa,“ segir hann. Tengdar fréttir Tvö börn látin af völdum mónitors Hengingarhætta getur skapast af tæki frá Angel Care. Fólk hvatt til að gæta varúðar. 17. janúar 2014 14:04 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Margir foreldrar kannast við Angel Care tækið, sem vaktar andardrátt, hjartslátt og hreyfingar barna þegar þau sofa. Komið hefur í ljós að tækið getur skapað hengingarhættu sé rangt farið með það og hafa tvö bandarísk börn látið lífið vegna þessa. 600 þúsund tæki voru innkölluð ytra og hefur Neytendastofa nú vakið athygli átilkynningu VL heildverslunar, þar sem fram kemur að snúra úr skynjaraplötu sem sett er undir dýnu í barnarúmi geti valdið hengingarhættu nái barn taki á snúrunni. 17 mánaða íslensk stúlka komst nýlega í þessar aðstæður. „Við komum að henni þegar hún var búin að ná í snúruna sem er tengd við skynjaraplötuna sem er undir dýnunni og hún var búin að snúa henni utan um sig,“ segir Arnþór Birkisson, faðir stúlkunnar. Hann segir tilhugsunina um hvað hefði getað gerst mjög óþægilega. „Þegar maður fór að hugsa út í þetta í þessu samhengi, að hún var með snúruna og að börn hafa dáið vegna þessa; það var mjög óþægilegt.“ Hvernig getur fólk komið í veg fyrir að þessi tæki skapi hættu? „Með því fyrst og fremst að fara eftir leiðbeiningunum. Þar kemur skýrt fram að vefja skuli snúrunni í kringum rúmfótinn og tengja hana svo meðfram gólfinu og í móðurstöðina,“ segir Lára Sigurðardóttir, eigandi VL heildverslunar, sem er umboðsaðili Angel Care hér á landi. Einnig sé mikilvægt að ekki sé slaki á snúrunni og að móðurstöðin sé í minnst eins metra fjarlægð frá plötunni. Þá fæst nú ókeypis öryggishlíf. „Öryggishlífin mun fylgja öllum tækjum frá og með febrúar 2014 en fram að þeim tíma geta notendur tækisins sótt þessa öryggishlíf á alla sölustaði Angel Care á Íslandi,“ segir Lára. Með réttri notkun getur tækið komið í veg fyrir slys og Arnþór hyggst nota það áfram. „Þetta er mjög gott tæki sem býður upp á marga öryggiseiginleika sem er gott fyrir alla foreldra að hafa,“ segir hann.
Tengdar fréttir Tvö börn látin af völdum mónitors Hengingarhætta getur skapast af tæki frá Angel Care. Fólk hvatt til að gæta varúðar. 17. janúar 2014 14:04 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Tvö börn látin af völdum mónitors Hengingarhætta getur skapast af tæki frá Angel Care. Fólk hvatt til að gæta varúðar. 17. janúar 2014 14:04