Óréttlætanlegur launamunur Árni Sigurbjarnarson skrifar 10. nóvember 2014 16:24 Tónlistarskóli Húsavíkur og Borgarhólsskóli (áður Barnaskóli Húsavíkur) eiga áratuga langa samstarfssögu um tónlistarkennslu barna og ungmenna í sveitarfélaginu. Nú er þessu samstarfi ógnað vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í kjaradeilu Félags tónlistarskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kennurum sem sinna tónlistarkennslu er gróflega mismunað í launum eingöngu á grundvelli þess í hvaða skólagerð þér starfa, eða hvaða aðildarfélagi þeir tilheyra innan Kennarasambands Íslands. Starfsmaður sem vinnur, ekki bara sambærilegt, heldur nákvæmlega sama starf, lækkar um tugi prósenta í launum við það að gerast starfsmaður tónlistarskólans í stað grunnskólans. Hér er tekið dæmi þar sem um ræðir hópkennslu í tónlist, sem felur ekki í sér umsjón sem slíka, og er starfið því sambærilegt starfsheitinu grunnskólakennari í kjarasamningum Félags grunnskólakennara. Laun þessa tónlistarkennara eru í dag 16% lægri hjá tónlistarskóla en væri hann tónmenntakennari í grunnskóla. Síðasta tilboð samninganefndar sveitarfélaga fól í sér að laun þessa einstaklings væru 10% lægri innan tónlistarskólans 1. janúar 2015 en 1. maí 2015 hefði munurinn verið kominn upp í 20% að því gefnu að grunnskólakennarar samþykktu nýtt vinnumat. Til viðbótar þessum mikla launamun hefur tónlistarkennarinn 10% hærri kennsluskyldu en tónmenntakennarinn. Þá þarf tónlistarkennarinn jafnframt að skila 88 klst. vinnu á ári í tónleikahald og tónfundi með nemendum. Árlegur fjöldi tónleika getur verið allt að 11 skipti sem fara í flestum tilfellum fram utan dagvinnumarka eftir kl. 17 á daginn eða um helgar. Samkvæmt kjarasamningum grunnskólakennara þarf að greiða sérstaklega fyrir alla slíka vinnu. Sveigjanleiki í kjarasamningum tónlistarskólakennara er mikill og hefur aukist undanfarin ár. Skólastjóri tónlistarskólans getur m.a. ráðstafað að fullu vinnutíma kennara sem flokkast undir „önnur fagleg störf“. Í tilfelli tónmenntakennarans getur skólastjóri grunnskólans einungis ráðstafað 9,14 stundum á viku af tíma kennara til annarra faglegra starfa í dag.Að fá meira fyrir minnaÞað hefur verið baráttumál sveitarfélaga til fjölda ára að öðlast aukinn ráðstöfunarrétt yfir vinnutíma grunnskólakennara svipað því sem nú þegar hefur verið innleitt í kjarasamning tónlistarkennara. Breytingin hefur verið talin nauðsynleg til að auka skilvirkni og sveigjanleika í skólastarfi grunnskóla. Nýtt vinnumat grunnskólans felur í sér aukinn sveigjanleika sem er m.a. réttlæting þeirrar kauphækkunar sem grunnskólakennarar fá 1. maí 2015 samþykki þeir þetta nýja vinnumat. Ef lagt er til grundvallar ákvæði úr meginmarkmiðum sveitarfélaga fyrir gerð kjarasamninga 2014 „ að tryggja [beri] að sambærileg og jafn verðmæt störf séu launuð með sama hætti óháð kynferði, búsetu og stéttarfélags aðild“, er ljóst að sveitarfélögin fá mun meira fyrir mun minna þegar kemur að kaupum á vinnuframlagi tónlistarkennara í samanburði við grunnskólakennara. Tónlistarskólakennarar urðu viðskila í launum við félaga sína í Kennarasambandi Íslands þegar kreppan skall á þar sem þeir misstu úr eina kjarasamningslotu. Það mætti ætla að safnast hafi töluverð inneign vegna lægri launakostnaðar tónlistarkennarans frá efnahagshruni sem nýta mætti til að leiðrétta þeirra hlut nú.Sambærileg starfsheitiÍ flestum tilfellum felur starf tónlistarskólakennara í sér umsjón með nemendum sambærilega og hjá umsjónarkennurum í grunnskólum. Nám í tónlistarskóla er einstaklingsbundið og því er tónlistarkennarinn jafnframt umsjónarkennari nemenda sinna. Hann gerir einstaklingsbundnar kennsluáætlanir, aflar námsefnis, metur námsárangur, skipuleggur foreldrasamstarf, fylgir hverjum nemanda í próf, á tónleika og aðra viðburði o.fl. Algengt er að tónlistarkennari fylgi eftir nemendum í gegnum alla námsáfanga tónlistarnámsins frá fyrstu skrefum þess til loka framhaldsprófs en að því loknu tekur háskólanám við. Yfirleitt tekur þetta námsferli á bilinu 10-15 ár. Í rannsókn á vegum tónlistarháskóla í 32 Evrópulöndum (Polifonia 2007) kemur fram að tónlistarkennarinn er mikilvægasti áhrifavaldur í námi hvers nemanda auk foreldra. Góður tónlistarkennari leggur ekki bara áherslu á að þroska tónlistarhæfileika heldur einnig allan persónulegan þroska og er mikilvægur „mentor“ í lífi flestra tónlistarmanna sem ná langt í sinni list. Það er því ljóst að umsjónarhlutverk tónlistarkennara er afgerandi svo árangur náist. Í launasamanburði milli skólagerða hefur starf tónlistarskólakennara verið borið saman við starf umsjónarkennara tvö í grunnskóla. Þegar þessi starfsheiti eru borin saman hallar enn frekar á tónlistarkennarann. Launamunur tónlistarkennara og umsjónarkennara er 22% í dag. Hefðu tónlistarskólakennarar samþykkt tilboð samninganefndar sveitarfélaga yrði munurinn 16% fyrsta janúar 2015 og 27% fyrsta maí 2015 ef vinnumat í grunnskólum yrði samþykkt. Þessi launamunur er óréttlætanlegur og í hróplegu ósamræmi við megin samningsmarkmið Sambands íslenskra sveitarfélaga um að tryggja [beri] að sambærileg og jafn verðmæt störf séu launuð með sama hætti óháð kynferði, búsetu og stéttarfélagsaðild. Sá óútskýrði launamunur sem kennurum tónlistarskóla er boðið upp á grefur undan möguleikum tónlistarskóla til að sinna því mikilvæga menntunar- og menningarhlutverki sem þeir gegna í dag. Ég skora á sveitarfélögin í landinu að veita samninganefnd sinni umboð til að semja við tónlistarkennara í samræmi við eigin markmiðssetningu nú þegar. Sú óheppni tónlistarskólakennara sem leiddi til þess að þeir misstu úr eina kjarasamningslotu eftir efnahagshrunið getur ekki talist málefnaleg ástæða fyrir því að viðhalda óréttlætanlegum launamun milli kennara innan eins og hins sama stéttarfélags, þ.e. Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Tónlistarskóli Húsavíkur og Borgarhólsskóli (áður Barnaskóli Húsavíkur) eiga áratuga langa samstarfssögu um tónlistarkennslu barna og ungmenna í sveitarfélaginu. Nú er þessu samstarfi ógnað vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í kjaradeilu Félags tónlistarskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kennurum sem sinna tónlistarkennslu er gróflega mismunað í launum eingöngu á grundvelli þess í hvaða skólagerð þér starfa, eða hvaða aðildarfélagi þeir tilheyra innan Kennarasambands Íslands. Starfsmaður sem vinnur, ekki bara sambærilegt, heldur nákvæmlega sama starf, lækkar um tugi prósenta í launum við það að gerast starfsmaður tónlistarskólans í stað grunnskólans. Hér er tekið dæmi þar sem um ræðir hópkennslu í tónlist, sem felur ekki í sér umsjón sem slíka, og er starfið því sambærilegt starfsheitinu grunnskólakennari í kjarasamningum Félags grunnskólakennara. Laun þessa tónlistarkennara eru í dag 16% lægri hjá tónlistarskóla en væri hann tónmenntakennari í grunnskóla. Síðasta tilboð samninganefndar sveitarfélaga fól í sér að laun þessa einstaklings væru 10% lægri innan tónlistarskólans 1. janúar 2015 en 1. maí 2015 hefði munurinn verið kominn upp í 20% að því gefnu að grunnskólakennarar samþykktu nýtt vinnumat. Til viðbótar þessum mikla launamun hefur tónlistarkennarinn 10% hærri kennsluskyldu en tónmenntakennarinn. Þá þarf tónlistarkennarinn jafnframt að skila 88 klst. vinnu á ári í tónleikahald og tónfundi með nemendum. Árlegur fjöldi tónleika getur verið allt að 11 skipti sem fara í flestum tilfellum fram utan dagvinnumarka eftir kl. 17 á daginn eða um helgar. Samkvæmt kjarasamningum grunnskólakennara þarf að greiða sérstaklega fyrir alla slíka vinnu. Sveigjanleiki í kjarasamningum tónlistarskólakennara er mikill og hefur aukist undanfarin ár. Skólastjóri tónlistarskólans getur m.a. ráðstafað að fullu vinnutíma kennara sem flokkast undir „önnur fagleg störf“. Í tilfelli tónmenntakennarans getur skólastjóri grunnskólans einungis ráðstafað 9,14 stundum á viku af tíma kennara til annarra faglegra starfa í dag.Að fá meira fyrir minnaÞað hefur verið baráttumál sveitarfélaga til fjölda ára að öðlast aukinn ráðstöfunarrétt yfir vinnutíma grunnskólakennara svipað því sem nú þegar hefur verið innleitt í kjarasamning tónlistarkennara. Breytingin hefur verið talin nauðsynleg til að auka skilvirkni og sveigjanleika í skólastarfi grunnskóla. Nýtt vinnumat grunnskólans felur í sér aukinn sveigjanleika sem er m.a. réttlæting þeirrar kauphækkunar sem grunnskólakennarar fá 1. maí 2015 samþykki þeir þetta nýja vinnumat. Ef lagt er til grundvallar ákvæði úr meginmarkmiðum sveitarfélaga fyrir gerð kjarasamninga 2014 „ að tryggja [beri] að sambærileg og jafn verðmæt störf séu launuð með sama hætti óháð kynferði, búsetu og stéttarfélags aðild“, er ljóst að sveitarfélögin fá mun meira fyrir mun minna þegar kemur að kaupum á vinnuframlagi tónlistarkennara í samanburði við grunnskólakennara. Tónlistarskólakennarar urðu viðskila í launum við félaga sína í Kennarasambandi Íslands þegar kreppan skall á þar sem þeir misstu úr eina kjarasamningslotu. Það mætti ætla að safnast hafi töluverð inneign vegna lægri launakostnaðar tónlistarkennarans frá efnahagshruni sem nýta mætti til að leiðrétta þeirra hlut nú.Sambærileg starfsheitiÍ flestum tilfellum felur starf tónlistarskólakennara í sér umsjón með nemendum sambærilega og hjá umsjónarkennurum í grunnskólum. Nám í tónlistarskóla er einstaklingsbundið og því er tónlistarkennarinn jafnframt umsjónarkennari nemenda sinna. Hann gerir einstaklingsbundnar kennsluáætlanir, aflar námsefnis, metur námsárangur, skipuleggur foreldrasamstarf, fylgir hverjum nemanda í próf, á tónleika og aðra viðburði o.fl. Algengt er að tónlistarkennari fylgi eftir nemendum í gegnum alla námsáfanga tónlistarnámsins frá fyrstu skrefum þess til loka framhaldsprófs en að því loknu tekur háskólanám við. Yfirleitt tekur þetta námsferli á bilinu 10-15 ár. Í rannsókn á vegum tónlistarháskóla í 32 Evrópulöndum (Polifonia 2007) kemur fram að tónlistarkennarinn er mikilvægasti áhrifavaldur í námi hvers nemanda auk foreldra. Góður tónlistarkennari leggur ekki bara áherslu á að þroska tónlistarhæfileika heldur einnig allan persónulegan þroska og er mikilvægur „mentor“ í lífi flestra tónlistarmanna sem ná langt í sinni list. Það er því ljóst að umsjónarhlutverk tónlistarkennara er afgerandi svo árangur náist. Í launasamanburði milli skólagerða hefur starf tónlistarskólakennara verið borið saman við starf umsjónarkennara tvö í grunnskóla. Þegar þessi starfsheiti eru borin saman hallar enn frekar á tónlistarkennarann. Launamunur tónlistarkennara og umsjónarkennara er 22% í dag. Hefðu tónlistarskólakennarar samþykkt tilboð samninganefndar sveitarfélaga yrði munurinn 16% fyrsta janúar 2015 og 27% fyrsta maí 2015 ef vinnumat í grunnskólum yrði samþykkt. Þessi launamunur er óréttlætanlegur og í hróplegu ósamræmi við megin samningsmarkmið Sambands íslenskra sveitarfélaga um að tryggja [beri] að sambærileg og jafn verðmæt störf séu launuð með sama hætti óháð kynferði, búsetu og stéttarfélagsaðild. Sá óútskýrði launamunur sem kennurum tónlistarskóla er boðið upp á grefur undan möguleikum tónlistarskóla til að sinna því mikilvæga menntunar- og menningarhlutverki sem þeir gegna í dag. Ég skora á sveitarfélögin í landinu að veita samninganefnd sinni umboð til að semja við tónlistarkennara í samræmi við eigin markmiðssetningu nú þegar. Sú óheppni tónlistarskólakennara sem leiddi til þess að þeir misstu úr eina kjarasamningslotu eftir efnahagshrunið getur ekki talist málefnaleg ástæða fyrir því að viðhalda óréttlætanlegum launamun milli kennara innan eins og hins sama stéttarfélags, þ.e. Kennarasambands Íslands.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun