Óréttlætanlegur launamunur Árni Sigurbjarnarson skrifar 10. nóvember 2014 16:24 Tónlistarskóli Húsavíkur og Borgarhólsskóli (áður Barnaskóli Húsavíkur) eiga áratuga langa samstarfssögu um tónlistarkennslu barna og ungmenna í sveitarfélaginu. Nú er þessu samstarfi ógnað vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í kjaradeilu Félags tónlistarskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kennurum sem sinna tónlistarkennslu er gróflega mismunað í launum eingöngu á grundvelli þess í hvaða skólagerð þér starfa, eða hvaða aðildarfélagi þeir tilheyra innan Kennarasambands Íslands. Starfsmaður sem vinnur, ekki bara sambærilegt, heldur nákvæmlega sama starf, lækkar um tugi prósenta í launum við það að gerast starfsmaður tónlistarskólans í stað grunnskólans. Hér er tekið dæmi þar sem um ræðir hópkennslu í tónlist, sem felur ekki í sér umsjón sem slíka, og er starfið því sambærilegt starfsheitinu grunnskólakennari í kjarasamningum Félags grunnskólakennara. Laun þessa tónlistarkennara eru í dag 16% lægri hjá tónlistarskóla en væri hann tónmenntakennari í grunnskóla. Síðasta tilboð samninganefndar sveitarfélaga fól í sér að laun þessa einstaklings væru 10% lægri innan tónlistarskólans 1. janúar 2015 en 1. maí 2015 hefði munurinn verið kominn upp í 20% að því gefnu að grunnskólakennarar samþykktu nýtt vinnumat. Til viðbótar þessum mikla launamun hefur tónlistarkennarinn 10% hærri kennsluskyldu en tónmenntakennarinn. Þá þarf tónlistarkennarinn jafnframt að skila 88 klst. vinnu á ári í tónleikahald og tónfundi með nemendum. Árlegur fjöldi tónleika getur verið allt að 11 skipti sem fara í flestum tilfellum fram utan dagvinnumarka eftir kl. 17 á daginn eða um helgar. Samkvæmt kjarasamningum grunnskólakennara þarf að greiða sérstaklega fyrir alla slíka vinnu. Sveigjanleiki í kjarasamningum tónlistarskólakennara er mikill og hefur aukist undanfarin ár. Skólastjóri tónlistarskólans getur m.a. ráðstafað að fullu vinnutíma kennara sem flokkast undir „önnur fagleg störf“. Í tilfelli tónmenntakennarans getur skólastjóri grunnskólans einungis ráðstafað 9,14 stundum á viku af tíma kennara til annarra faglegra starfa í dag.Að fá meira fyrir minnaÞað hefur verið baráttumál sveitarfélaga til fjölda ára að öðlast aukinn ráðstöfunarrétt yfir vinnutíma grunnskólakennara svipað því sem nú þegar hefur verið innleitt í kjarasamning tónlistarkennara. Breytingin hefur verið talin nauðsynleg til að auka skilvirkni og sveigjanleika í skólastarfi grunnskóla. Nýtt vinnumat grunnskólans felur í sér aukinn sveigjanleika sem er m.a. réttlæting þeirrar kauphækkunar sem grunnskólakennarar fá 1. maí 2015 samþykki þeir þetta nýja vinnumat. Ef lagt er til grundvallar ákvæði úr meginmarkmiðum sveitarfélaga fyrir gerð kjarasamninga 2014 „ að tryggja [beri] að sambærileg og jafn verðmæt störf séu launuð með sama hætti óháð kynferði, búsetu og stéttarfélags aðild“, er ljóst að sveitarfélögin fá mun meira fyrir mun minna þegar kemur að kaupum á vinnuframlagi tónlistarkennara í samanburði við grunnskólakennara. Tónlistarskólakennarar urðu viðskila í launum við félaga sína í Kennarasambandi Íslands þegar kreppan skall á þar sem þeir misstu úr eina kjarasamningslotu. Það mætti ætla að safnast hafi töluverð inneign vegna lægri launakostnaðar tónlistarkennarans frá efnahagshruni sem nýta mætti til að leiðrétta þeirra hlut nú.Sambærileg starfsheitiÍ flestum tilfellum felur starf tónlistarskólakennara í sér umsjón með nemendum sambærilega og hjá umsjónarkennurum í grunnskólum. Nám í tónlistarskóla er einstaklingsbundið og því er tónlistarkennarinn jafnframt umsjónarkennari nemenda sinna. Hann gerir einstaklingsbundnar kennsluáætlanir, aflar námsefnis, metur námsárangur, skipuleggur foreldrasamstarf, fylgir hverjum nemanda í próf, á tónleika og aðra viðburði o.fl. Algengt er að tónlistarkennari fylgi eftir nemendum í gegnum alla námsáfanga tónlistarnámsins frá fyrstu skrefum þess til loka framhaldsprófs en að því loknu tekur háskólanám við. Yfirleitt tekur þetta námsferli á bilinu 10-15 ár. Í rannsókn á vegum tónlistarháskóla í 32 Evrópulöndum (Polifonia 2007) kemur fram að tónlistarkennarinn er mikilvægasti áhrifavaldur í námi hvers nemanda auk foreldra. Góður tónlistarkennari leggur ekki bara áherslu á að þroska tónlistarhæfileika heldur einnig allan persónulegan þroska og er mikilvægur „mentor“ í lífi flestra tónlistarmanna sem ná langt í sinni list. Það er því ljóst að umsjónarhlutverk tónlistarkennara er afgerandi svo árangur náist. Í launasamanburði milli skólagerða hefur starf tónlistarskólakennara verið borið saman við starf umsjónarkennara tvö í grunnskóla. Þegar þessi starfsheiti eru borin saman hallar enn frekar á tónlistarkennarann. Launamunur tónlistarkennara og umsjónarkennara er 22% í dag. Hefðu tónlistarskólakennarar samþykkt tilboð samninganefndar sveitarfélaga yrði munurinn 16% fyrsta janúar 2015 og 27% fyrsta maí 2015 ef vinnumat í grunnskólum yrði samþykkt. Þessi launamunur er óréttlætanlegur og í hróplegu ósamræmi við megin samningsmarkmið Sambands íslenskra sveitarfélaga um að tryggja [beri] að sambærileg og jafn verðmæt störf séu launuð með sama hætti óháð kynferði, búsetu og stéttarfélagsaðild. Sá óútskýrði launamunur sem kennurum tónlistarskóla er boðið upp á grefur undan möguleikum tónlistarskóla til að sinna því mikilvæga menntunar- og menningarhlutverki sem þeir gegna í dag. Ég skora á sveitarfélögin í landinu að veita samninganefnd sinni umboð til að semja við tónlistarkennara í samræmi við eigin markmiðssetningu nú þegar. Sú óheppni tónlistarskólakennara sem leiddi til þess að þeir misstu úr eina kjarasamningslotu eftir efnahagshrunið getur ekki talist málefnaleg ástæða fyrir því að viðhalda óréttlætanlegum launamun milli kennara innan eins og hins sama stéttarfélags, þ.e. Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Tónlistarskóli Húsavíkur og Borgarhólsskóli (áður Barnaskóli Húsavíkur) eiga áratuga langa samstarfssögu um tónlistarkennslu barna og ungmenna í sveitarfélaginu. Nú er þessu samstarfi ógnað vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í kjaradeilu Félags tónlistarskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kennurum sem sinna tónlistarkennslu er gróflega mismunað í launum eingöngu á grundvelli þess í hvaða skólagerð þér starfa, eða hvaða aðildarfélagi þeir tilheyra innan Kennarasambands Íslands. Starfsmaður sem vinnur, ekki bara sambærilegt, heldur nákvæmlega sama starf, lækkar um tugi prósenta í launum við það að gerast starfsmaður tónlistarskólans í stað grunnskólans. Hér er tekið dæmi þar sem um ræðir hópkennslu í tónlist, sem felur ekki í sér umsjón sem slíka, og er starfið því sambærilegt starfsheitinu grunnskólakennari í kjarasamningum Félags grunnskólakennara. Laun þessa tónlistarkennara eru í dag 16% lægri hjá tónlistarskóla en væri hann tónmenntakennari í grunnskóla. Síðasta tilboð samninganefndar sveitarfélaga fól í sér að laun þessa einstaklings væru 10% lægri innan tónlistarskólans 1. janúar 2015 en 1. maí 2015 hefði munurinn verið kominn upp í 20% að því gefnu að grunnskólakennarar samþykktu nýtt vinnumat. Til viðbótar þessum mikla launamun hefur tónlistarkennarinn 10% hærri kennsluskyldu en tónmenntakennarinn. Þá þarf tónlistarkennarinn jafnframt að skila 88 klst. vinnu á ári í tónleikahald og tónfundi með nemendum. Árlegur fjöldi tónleika getur verið allt að 11 skipti sem fara í flestum tilfellum fram utan dagvinnumarka eftir kl. 17 á daginn eða um helgar. Samkvæmt kjarasamningum grunnskólakennara þarf að greiða sérstaklega fyrir alla slíka vinnu. Sveigjanleiki í kjarasamningum tónlistarskólakennara er mikill og hefur aukist undanfarin ár. Skólastjóri tónlistarskólans getur m.a. ráðstafað að fullu vinnutíma kennara sem flokkast undir „önnur fagleg störf“. Í tilfelli tónmenntakennarans getur skólastjóri grunnskólans einungis ráðstafað 9,14 stundum á viku af tíma kennara til annarra faglegra starfa í dag.Að fá meira fyrir minnaÞað hefur verið baráttumál sveitarfélaga til fjölda ára að öðlast aukinn ráðstöfunarrétt yfir vinnutíma grunnskólakennara svipað því sem nú þegar hefur verið innleitt í kjarasamning tónlistarkennara. Breytingin hefur verið talin nauðsynleg til að auka skilvirkni og sveigjanleika í skólastarfi grunnskóla. Nýtt vinnumat grunnskólans felur í sér aukinn sveigjanleika sem er m.a. réttlæting þeirrar kauphækkunar sem grunnskólakennarar fá 1. maí 2015 samþykki þeir þetta nýja vinnumat. Ef lagt er til grundvallar ákvæði úr meginmarkmiðum sveitarfélaga fyrir gerð kjarasamninga 2014 „ að tryggja [beri] að sambærileg og jafn verðmæt störf séu launuð með sama hætti óháð kynferði, búsetu og stéttarfélags aðild“, er ljóst að sveitarfélögin fá mun meira fyrir mun minna þegar kemur að kaupum á vinnuframlagi tónlistarkennara í samanburði við grunnskólakennara. Tónlistarskólakennarar urðu viðskila í launum við félaga sína í Kennarasambandi Íslands þegar kreppan skall á þar sem þeir misstu úr eina kjarasamningslotu. Það mætti ætla að safnast hafi töluverð inneign vegna lægri launakostnaðar tónlistarkennarans frá efnahagshruni sem nýta mætti til að leiðrétta þeirra hlut nú.Sambærileg starfsheitiÍ flestum tilfellum felur starf tónlistarskólakennara í sér umsjón með nemendum sambærilega og hjá umsjónarkennurum í grunnskólum. Nám í tónlistarskóla er einstaklingsbundið og því er tónlistarkennarinn jafnframt umsjónarkennari nemenda sinna. Hann gerir einstaklingsbundnar kennsluáætlanir, aflar námsefnis, metur námsárangur, skipuleggur foreldrasamstarf, fylgir hverjum nemanda í próf, á tónleika og aðra viðburði o.fl. Algengt er að tónlistarkennari fylgi eftir nemendum í gegnum alla námsáfanga tónlistarnámsins frá fyrstu skrefum þess til loka framhaldsprófs en að því loknu tekur háskólanám við. Yfirleitt tekur þetta námsferli á bilinu 10-15 ár. Í rannsókn á vegum tónlistarháskóla í 32 Evrópulöndum (Polifonia 2007) kemur fram að tónlistarkennarinn er mikilvægasti áhrifavaldur í námi hvers nemanda auk foreldra. Góður tónlistarkennari leggur ekki bara áherslu á að þroska tónlistarhæfileika heldur einnig allan persónulegan þroska og er mikilvægur „mentor“ í lífi flestra tónlistarmanna sem ná langt í sinni list. Það er því ljóst að umsjónarhlutverk tónlistarkennara er afgerandi svo árangur náist. Í launasamanburði milli skólagerða hefur starf tónlistarskólakennara verið borið saman við starf umsjónarkennara tvö í grunnskóla. Þegar þessi starfsheiti eru borin saman hallar enn frekar á tónlistarkennarann. Launamunur tónlistarkennara og umsjónarkennara er 22% í dag. Hefðu tónlistarskólakennarar samþykkt tilboð samninganefndar sveitarfélaga yrði munurinn 16% fyrsta janúar 2015 og 27% fyrsta maí 2015 ef vinnumat í grunnskólum yrði samþykkt. Þessi launamunur er óréttlætanlegur og í hróplegu ósamræmi við megin samningsmarkmið Sambands íslenskra sveitarfélaga um að tryggja [beri] að sambærileg og jafn verðmæt störf séu launuð með sama hætti óháð kynferði, búsetu og stéttarfélagsaðild. Sá óútskýrði launamunur sem kennurum tónlistarskóla er boðið upp á grefur undan möguleikum tónlistarskóla til að sinna því mikilvæga menntunar- og menningarhlutverki sem þeir gegna í dag. Ég skora á sveitarfélögin í landinu að veita samninganefnd sinni umboð til að semja við tónlistarkennara í samræmi við eigin markmiðssetningu nú þegar. Sú óheppni tónlistarskólakennara sem leiddi til þess að þeir misstu úr eina kjarasamningslotu eftir efnahagshrunið getur ekki talist málefnaleg ástæða fyrir því að viðhalda óréttlætanlegum launamun milli kennara innan eins og hins sama stéttarfélags, þ.e. Kennarasambands Íslands.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun