Verður að vera í útlöndum ef maður ætlar að gera þetta af viti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2014 06:00 íslenski hópurinn. Tekið var á móti íslenska hópnum með formlegum hætti í Ólympíuþorpinu í Sotsjí í vikunni. Brynjar Jökull er þriðji frá vinstri af þeim sem krjúpa. mynd/ísí „Ég byrjaði hjá KR en flutti mig yfir í Víking þegar ég var ellefu ára. Þá var þetta orðið meira fjölskyldusport en ég vildi meiri keppni,“ segir Ólympíufarinn Brynjar Jökull Guðmundsson. Vesturbæingurinn er mættur til Sotsjí í Rússlandi þar sem Vetrarólympíuleikarnir voru settir í gær. Hann viðurkennir að draumur sé að verða að veruleika. „Dreymir ekki flesta í einstaklingsíþróttum um að komast á svona stað? Þetta hefur verið draumur hjá mér frá því ég var lítill,“ segir Brynjar sem mun keppa í svigi og stórsvigi á leikunum. Skíðakappinn hávaxni hefur verið í landsliði Íslands undanfarin fjögur ár og verið undir Ólympíuviðmiðinu síðan á leikunum í Vancouver 2010. „Þetta er náttúrulega frábært og þvílíkt ævintýri.“Einn mánuður á Íslandi frá ágúst Brynjar hefur líkt og félagar hans í landsliðinu dvalið erlendis stóran hluta ársins undanfarin misseri. Þá sérstaklega síðastliðin þrjú ár. „Þá flutti ég til Svíþjóðar og fór í skíðaháskóla þar sem þáverandi landsliðsþjálfari í alpagreinum þjálfaði,“ segir Brynjar sem er á 25. aldursári. Háskólinn var í samstarfi við sænska skíðasambandið og æfði Brynjar með bestu skíðaköppum Svíþjóðar í sínum aldursflokki. Frá því í ágúst hefur hann svo verið á ferð og flugi í Austurríki og Noregi. „Ætli ég hafi ekki verið samanlagt einn mánuð á Íslandi síðan í ágúst,“ segir Brynjar Jökull sem keppti á nokkrum mótum á Norðurlöndunum í desember. Þá vildi hann bæta árangur sinn í aðdraganda Sotsjí til að bæta stöðu sína. „Það styrkti stöðu mína gífurlega. Ég fékk stig á tveimur mótum sem hjálpaði mikið til,“ segir Brynjar Jökull. Svigið er sérgrein Víkingsins sem ætlar þó líka að fara af fullum krafti í stórsvigið. „Hugurinn er samt í sviginu.“ Brynjar er langelstur af þeim fjórum sem keppa fyrir Íslands hönd í alpagreinum. Hann segir það synd hvernig þróunin hafi verið undanfarin ár. Jafnaldrar hans hafi gefist upp á íþróttinni. „Það er samt ekkert skrýtið því það er svo lítill snjór á Íslandi og erfitt að stunda þetta sport. Maður verður að vera í útlöndum ef maður ætlar að gera þetta af einhverju viti.“ Hann horfir bjartsýnum augum fram á veginn og rifjar upp góðan árangur á heimsmeistaramótinu í Schladming fyrir ári. Þá var hann 34. í rásröð í undankeppninni en komst í úrslitin. Þar var hann 73. í rásröðinni en lauk leik í 39. sæti. „Að hafna í topp fjörutíu með öllum þessum bestu þykir nokkuð fínt,“ segir Brynjar Jökull. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir leikana í Rússlandi. „Sjálfstraustið er gott og þetta verður æðislegt.“ Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
„Ég byrjaði hjá KR en flutti mig yfir í Víking þegar ég var ellefu ára. Þá var þetta orðið meira fjölskyldusport en ég vildi meiri keppni,“ segir Ólympíufarinn Brynjar Jökull Guðmundsson. Vesturbæingurinn er mættur til Sotsjí í Rússlandi þar sem Vetrarólympíuleikarnir voru settir í gær. Hann viðurkennir að draumur sé að verða að veruleika. „Dreymir ekki flesta í einstaklingsíþróttum um að komast á svona stað? Þetta hefur verið draumur hjá mér frá því ég var lítill,“ segir Brynjar sem mun keppa í svigi og stórsvigi á leikunum. Skíðakappinn hávaxni hefur verið í landsliði Íslands undanfarin fjögur ár og verið undir Ólympíuviðmiðinu síðan á leikunum í Vancouver 2010. „Þetta er náttúrulega frábært og þvílíkt ævintýri.“Einn mánuður á Íslandi frá ágúst Brynjar hefur líkt og félagar hans í landsliðinu dvalið erlendis stóran hluta ársins undanfarin misseri. Þá sérstaklega síðastliðin þrjú ár. „Þá flutti ég til Svíþjóðar og fór í skíðaháskóla þar sem þáverandi landsliðsþjálfari í alpagreinum þjálfaði,“ segir Brynjar sem er á 25. aldursári. Háskólinn var í samstarfi við sænska skíðasambandið og æfði Brynjar með bestu skíðaköppum Svíþjóðar í sínum aldursflokki. Frá því í ágúst hefur hann svo verið á ferð og flugi í Austurríki og Noregi. „Ætli ég hafi ekki verið samanlagt einn mánuð á Íslandi síðan í ágúst,“ segir Brynjar Jökull sem keppti á nokkrum mótum á Norðurlöndunum í desember. Þá vildi hann bæta árangur sinn í aðdraganda Sotsjí til að bæta stöðu sína. „Það styrkti stöðu mína gífurlega. Ég fékk stig á tveimur mótum sem hjálpaði mikið til,“ segir Brynjar Jökull. Svigið er sérgrein Víkingsins sem ætlar þó líka að fara af fullum krafti í stórsvigið. „Hugurinn er samt í sviginu.“ Brynjar er langelstur af þeim fjórum sem keppa fyrir Íslands hönd í alpagreinum. Hann segir það synd hvernig þróunin hafi verið undanfarin ár. Jafnaldrar hans hafi gefist upp á íþróttinni. „Það er samt ekkert skrýtið því það er svo lítill snjór á Íslandi og erfitt að stunda þetta sport. Maður verður að vera í útlöndum ef maður ætlar að gera þetta af einhverju viti.“ Hann horfir bjartsýnum augum fram á veginn og rifjar upp góðan árangur á heimsmeistaramótinu í Schladming fyrir ári. Þá var hann 34. í rásröð í undankeppninni en komst í úrslitin. Þar var hann 73. í rásröðinni en lauk leik í 39. sæti. „Að hafna í topp fjörutíu með öllum þessum bestu þykir nokkuð fínt,“ segir Brynjar Jökull. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir leikana í Rússlandi. „Sjálfstraustið er gott og þetta verður æðislegt.“
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira