Verður að vera í útlöndum ef maður ætlar að gera þetta af viti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2014 06:00 íslenski hópurinn. Tekið var á móti íslenska hópnum með formlegum hætti í Ólympíuþorpinu í Sotsjí í vikunni. Brynjar Jökull er þriðji frá vinstri af þeim sem krjúpa. mynd/ísí „Ég byrjaði hjá KR en flutti mig yfir í Víking þegar ég var ellefu ára. Þá var þetta orðið meira fjölskyldusport en ég vildi meiri keppni,“ segir Ólympíufarinn Brynjar Jökull Guðmundsson. Vesturbæingurinn er mættur til Sotsjí í Rússlandi þar sem Vetrarólympíuleikarnir voru settir í gær. Hann viðurkennir að draumur sé að verða að veruleika. „Dreymir ekki flesta í einstaklingsíþróttum um að komast á svona stað? Þetta hefur verið draumur hjá mér frá því ég var lítill,“ segir Brynjar sem mun keppa í svigi og stórsvigi á leikunum. Skíðakappinn hávaxni hefur verið í landsliði Íslands undanfarin fjögur ár og verið undir Ólympíuviðmiðinu síðan á leikunum í Vancouver 2010. „Þetta er náttúrulega frábært og þvílíkt ævintýri.“Einn mánuður á Íslandi frá ágúst Brynjar hefur líkt og félagar hans í landsliðinu dvalið erlendis stóran hluta ársins undanfarin misseri. Þá sérstaklega síðastliðin þrjú ár. „Þá flutti ég til Svíþjóðar og fór í skíðaháskóla þar sem þáverandi landsliðsþjálfari í alpagreinum þjálfaði,“ segir Brynjar sem er á 25. aldursári. Háskólinn var í samstarfi við sænska skíðasambandið og æfði Brynjar með bestu skíðaköppum Svíþjóðar í sínum aldursflokki. Frá því í ágúst hefur hann svo verið á ferð og flugi í Austurríki og Noregi. „Ætli ég hafi ekki verið samanlagt einn mánuð á Íslandi síðan í ágúst,“ segir Brynjar Jökull sem keppti á nokkrum mótum á Norðurlöndunum í desember. Þá vildi hann bæta árangur sinn í aðdraganda Sotsjí til að bæta stöðu sína. „Það styrkti stöðu mína gífurlega. Ég fékk stig á tveimur mótum sem hjálpaði mikið til,“ segir Brynjar Jökull. Svigið er sérgrein Víkingsins sem ætlar þó líka að fara af fullum krafti í stórsvigið. „Hugurinn er samt í sviginu.“ Brynjar er langelstur af þeim fjórum sem keppa fyrir Íslands hönd í alpagreinum. Hann segir það synd hvernig þróunin hafi verið undanfarin ár. Jafnaldrar hans hafi gefist upp á íþróttinni. „Það er samt ekkert skrýtið því það er svo lítill snjór á Íslandi og erfitt að stunda þetta sport. Maður verður að vera í útlöndum ef maður ætlar að gera þetta af einhverju viti.“ Hann horfir bjartsýnum augum fram á veginn og rifjar upp góðan árangur á heimsmeistaramótinu í Schladming fyrir ári. Þá var hann 34. í rásröð í undankeppninni en komst í úrslitin. Þar var hann 73. í rásröðinni en lauk leik í 39. sæti. „Að hafna í topp fjörutíu með öllum þessum bestu þykir nokkuð fínt,“ segir Brynjar Jökull. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir leikana í Rússlandi. „Sjálfstraustið er gott og þetta verður æðislegt.“ Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
„Ég byrjaði hjá KR en flutti mig yfir í Víking þegar ég var ellefu ára. Þá var þetta orðið meira fjölskyldusport en ég vildi meiri keppni,“ segir Ólympíufarinn Brynjar Jökull Guðmundsson. Vesturbæingurinn er mættur til Sotsjí í Rússlandi þar sem Vetrarólympíuleikarnir voru settir í gær. Hann viðurkennir að draumur sé að verða að veruleika. „Dreymir ekki flesta í einstaklingsíþróttum um að komast á svona stað? Þetta hefur verið draumur hjá mér frá því ég var lítill,“ segir Brynjar sem mun keppa í svigi og stórsvigi á leikunum. Skíðakappinn hávaxni hefur verið í landsliði Íslands undanfarin fjögur ár og verið undir Ólympíuviðmiðinu síðan á leikunum í Vancouver 2010. „Þetta er náttúrulega frábært og þvílíkt ævintýri.“Einn mánuður á Íslandi frá ágúst Brynjar hefur líkt og félagar hans í landsliðinu dvalið erlendis stóran hluta ársins undanfarin misseri. Þá sérstaklega síðastliðin þrjú ár. „Þá flutti ég til Svíþjóðar og fór í skíðaháskóla þar sem þáverandi landsliðsþjálfari í alpagreinum þjálfaði,“ segir Brynjar sem er á 25. aldursári. Háskólinn var í samstarfi við sænska skíðasambandið og æfði Brynjar með bestu skíðaköppum Svíþjóðar í sínum aldursflokki. Frá því í ágúst hefur hann svo verið á ferð og flugi í Austurríki og Noregi. „Ætli ég hafi ekki verið samanlagt einn mánuð á Íslandi síðan í ágúst,“ segir Brynjar Jökull sem keppti á nokkrum mótum á Norðurlöndunum í desember. Þá vildi hann bæta árangur sinn í aðdraganda Sotsjí til að bæta stöðu sína. „Það styrkti stöðu mína gífurlega. Ég fékk stig á tveimur mótum sem hjálpaði mikið til,“ segir Brynjar Jökull. Svigið er sérgrein Víkingsins sem ætlar þó líka að fara af fullum krafti í stórsvigið. „Hugurinn er samt í sviginu.“ Brynjar er langelstur af þeim fjórum sem keppa fyrir Íslands hönd í alpagreinum. Hann segir það synd hvernig þróunin hafi verið undanfarin ár. Jafnaldrar hans hafi gefist upp á íþróttinni. „Það er samt ekkert skrýtið því það er svo lítill snjór á Íslandi og erfitt að stunda þetta sport. Maður verður að vera í útlöndum ef maður ætlar að gera þetta af einhverju viti.“ Hann horfir bjartsýnum augum fram á veginn og rifjar upp góðan árangur á heimsmeistaramótinu í Schladming fyrir ári. Þá var hann 34. í rásröð í undankeppninni en komst í úrslitin. Þar var hann 73. í rásröðinni en lauk leik í 39. sæti. „Að hafna í topp fjörutíu með öllum þessum bestu þykir nokkuð fínt,“ segir Brynjar Jökull. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir leikana í Rússlandi. „Sjálfstraustið er gott og þetta verður æðislegt.“
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira