Lyfjaskortur getur tafið meðferð Snærós Sindradóttir skrifar 11. júní 2014 00:01 Konan sem Fréttablaðið ræddi við segist oft hafa lent í því að lyfin sem hún notar séu ekki til. Henni hefur verið bent á að nota samheitalyf sem henni finnst ekki virka jafn vel. Fréttablaðið/Valli Lyfjastofnun er ekki skylt að halda sameiginlegt yfirlit yfir lyfjabirgðir í landinu og slíkt yfirlit er ekki til. Dæmi eru um að mikilvæg lyf hafi ekki verið til á landinu og sjúklingar hafi þurft að minnka lyfjaskammta sína og breyta lyfjagjöf vegna þess. „Undanþágukerfið grípur samt inn í ef mikið liggur við. Þá er náð í lyf með hraði til annarra landa,“ segir Helga Þórisdóttir, staðgengill forstjóra Lyfjastofnunar. Krabbameinssjúk kona fékk lyfin sín ekki afgreidd úr apóteki Landspítalans í síðustu viku. Hún segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hún lendi í því að lyfin hennar séu ekki til. Konan, sem er með eitilfrumukrabbamein, notar sjaldgæft krabbameinslyf sem kallast Targretin og ógleðilyfið Zofran. Ógleðilyfið hefur ekki verið fáanlegt síðan 15. apríl síðastliðinn en samkvæmt upplýsingum frá lækni á krabbameinsdeild Landspítalans er lyfið mjög algengt fyrir fólk í krabbameinsmeðferð. Til er samheitalyf fyrir Zofran en konan segir að lyfið sé það eina á töfluformi sem hafi reynst virka fyrir hana. Engar skýringar fengust á því hvers vegna ógleðilyfið hefur verið ófáanlegt. Apótek Landspítalans þarf að panta krabbameinslyfið Targretin sérstaklega vegna lítillar notkunar þess hérlendis. Konan þarf að byggja upp lyfjaþol vegna þess hve sterkt lyfið er en vegna skortsins neyðist hún til að hefja ferlið aftur á byrjunarreit. Konan segist hafa fengið þær skýringar hjá apóteki Landspítalans að vegna skulda spítalans við lyfjabirgja hafi ekki verið hægt að leysa lyfið út. Inga Arnardóttir, yfirlyfjafræðingur á Landspítalanum, vísar þessu á bug. „Landspítalinn skuldar engin lyf og hefur ekki gert í mörg ár. Þetta var viðvarandi vandamál fyrir hrun og á árum áður en þetta hlýtur að vera misskilningur. Ég trúi ekki að nokkur starfsmaður hafi sagt þetta.“ Inga segir að vegna þess hve sjaldgæft lyfið sé þá verði sjúklingar að segja frá því þegar þá fer að skorta lyfið. „Með svona dýr lyf þá liggjum við ekki með þau á lager. Mörg af þessum krabbameinslyfjum eru einstök. Það er sameiginleg ábyrgð líka.“ Konan segist hafa hringt tímanlega í apótekið og pantað lyfin sín. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Lyfjastofnun er ekki skylt að halda sameiginlegt yfirlit yfir lyfjabirgðir í landinu og slíkt yfirlit er ekki til. Dæmi eru um að mikilvæg lyf hafi ekki verið til á landinu og sjúklingar hafi þurft að minnka lyfjaskammta sína og breyta lyfjagjöf vegna þess. „Undanþágukerfið grípur samt inn í ef mikið liggur við. Þá er náð í lyf með hraði til annarra landa,“ segir Helga Þórisdóttir, staðgengill forstjóra Lyfjastofnunar. Krabbameinssjúk kona fékk lyfin sín ekki afgreidd úr apóteki Landspítalans í síðustu viku. Hún segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hún lendi í því að lyfin hennar séu ekki til. Konan, sem er með eitilfrumukrabbamein, notar sjaldgæft krabbameinslyf sem kallast Targretin og ógleðilyfið Zofran. Ógleðilyfið hefur ekki verið fáanlegt síðan 15. apríl síðastliðinn en samkvæmt upplýsingum frá lækni á krabbameinsdeild Landspítalans er lyfið mjög algengt fyrir fólk í krabbameinsmeðferð. Til er samheitalyf fyrir Zofran en konan segir að lyfið sé það eina á töfluformi sem hafi reynst virka fyrir hana. Engar skýringar fengust á því hvers vegna ógleðilyfið hefur verið ófáanlegt. Apótek Landspítalans þarf að panta krabbameinslyfið Targretin sérstaklega vegna lítillar notkunar þess hérlendis. Konan þarf að byggja upp lyfjaþol vegna þess hve sterkt lyfið er en vegna skortsins neyðist hún til að hefja ferlið aftur á byrjunarreit. Konan segist hafa fengið þær skýringar hjá apóteki Landspítalans að vegna skulda spítalans við lyfjabirgja hafi ekki verið hægt að leysa lyfið út. Inga Arnardóttir, yfirlyfjafræðingur á Landspítalanum, vísar þessu á bug. „Landspítalinn skuldar engin lyf og hefur ekki gert í mörg ár. Þetta var viðvarandi vandamál fyrir hrun og á árum áður en þetta hlýtur að vera misskilningur. Ég trúi ekki að nokkur starfsmaður hafi sagt þetta.“ Inga segir að vegna þess hve sjaldgæft lyfið sé þá verði sjúklingar að segja frá því þegar þá fer að skorta lyfið. „Með svona dýr lyf þá liggjum við ekki með þau á lager. Mörg af þessum krabbameinslyfjum eru einstök. Það er sameiginleg ábyrgð líka.“ Konan segist hafa hringt tímanlega í apótekið og pantað lyfin sín.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira