Stofnanir brjóta lög með því að bjóða ekki túlk Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. janúar 2014 11:33 Þrátt fyrir að þjónusta túlka sé lögbundinn réttur á ýmsum sviðum samfélagsins eru mörg dæmi um misbrest á slíku. Algengt er að börn eða kunningjar túlki fyrir ættingja og vini í viðkvæmum málum þrátt fyrir að lög veiti rétt á túlkaþjónustu. Íslensk lög kveða á um að þeir sem tala ekki íslensku eigi rétt á túlki í heilbrigðiskerfinu, við meðferð sakamála, í skólakerfinu, félagskerfinu, almannatryggingamálum og sjúkratryggingamálum. Mikil umræða var um börn og túlkun fyrir þremur árum og skrifaði Sabine Leskopf grein um málið með yfirskriftinni „Mamma, ég held þú sért með krabbamein“. Fyrir utan viðkvæmar læknaheimsóknir tók hún dæmi um börn sem túlkuðu fyrir foreldra sína hjá Sýslumanninum í Reykjavík í skilnaðar- og forsjármálum en ekki eru lög um að sýslumaður þurfi að kalla til túlk.Mörg dæmi um að börn túlki fyrir fjölskyldu sína Þrátt fyrir lagasetningu um túlkun og umræðuna sem hefur skapast hefur staðan ekkert breyst. Túlkar og ráðgjafar sem Fréttablaðið ræddi við voru allir sammála um að mörg dæmi væru um að börn túlkuðu fyrir fjölskyldu sína. Einnig að upplýsa ætti fagfólk um réttindi þeirra sem ekki tala íslensku og efla eftirlit. Jolanta Polanska, Margrét Steinarsdóttir og Edda Ólafsdóttir starfa allar að málefnum innflytjenda og eru sammála um að staða túlkaþjónustu á Íslandi sé ábótavant.„Við fáum fréttir af þessu á hverjum degi,“ segir Jolanta Polanska, sem hefur starfað sem túlkur í fimmtán ár og rekur Túlkaþjónustuna. Hún segist hafa fundið fyrir að ríki og sveitarfélög spari í þessum málum og hefur orðið vitni að dæmum þar sem einstaklingar eiga rétt á túlki en er ekki boðin þjónustan eða hreinlega hafnað um hana. „Ég veit um nokkur tilfelli í mæðraeftirliti þar sem konum er tilkynnt að þær geti aðeins tvisvar fengið túlk í mæðraskoðun. En það er ekki rétt, þær eiga rétt á því í hvert skipti samkvæmt lögunum.“ Edda Ólafsóttir, sérfræðingur í innflytjendamálum á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur, tekur í sama streng. „Ráðgjafarnir sem starfa hjá okkur hafa heyrt ótal dæmi um börn sem túlka fyrir foreldra. Núna nýlega var tíu ára barn til sex um morguninn á bráðamóttökunni með veikum föður sínum að túlka. Þrátt fyrir að foreldrarnir vilji mögulega að barnið túlki þá eiga yfirvöld að vernda börnin og kalla til túlk.“Opinberar stofnanir neyddar til að brjóta lögMargrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segist vilja sjá réttinn um túlkaþjónustu vera í stjórnsýslulögum eins og í Finnlandi og Svíþjóð. „Fólki á að bjóðast túlkur og á ekki að þurfa að ganga á eftir því. Þarna eru stjórnvöld að bregðast skyldu sinni og þetta getur leitt til þess að mannréttindi séu brotin. Þekktasta dæmið er konan sem gaf upp forsjá barna sinna því hún skildi ekki hvað fór fram hjá sýslumanni.“ Margrét hefur heyrt dæmi um að stofnanir séu búnar með fjármagnið sem nýta á til túlkaþjónustu og því sé ekki kallaður til túlkur. „Það þarf að auka fjármagnið og eyrnamerkja túlkaþjónustu. Annars er verið að neyða opinberar stofnanir til að brjóta lög. Þar að auki þarf að upplýsa fagfólk um skyldu þess að bjóða túlk þegar lög segja svo fyrir um.“ Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Sjá meira
Algengt er að börn eða kunningjar túlki fyrir ættingja og vini í viðkvæmum málum þrátt fyrir að lög veiti rétt á túlkaþjónustu. Íslensk lög kveða á um að þeir sem tala ekki íslensku eigi rétt á túlki í heilbrigðiskerfinu, við meðferð sakamála, í skólakerfinu, félagskerfinu, almannatryggingamálum og sjúkratryggingamálum. Mikil umræða var um börn og túlkun fyrir þremur árum og skrifaði Sabine Leskopf grein um málið með yfirskriftinni „Mamma, ég held þú sért með krabbamein“. Fyrir utan viðkvæmar læknaheimsóknir tók hún dæmi um börn sem túlkuðu fyrir foreldra sína hjá Sýslumanninum í Reykjavík í skilnaðar- og forsjármálum en ekki eru lög um að sýslumaður þurfi að kalla til túlk.Mörg dæmi um að börn túlki fyrir fjölskyldu sína Þrátt fyrir lagasetningu um túlkun og umræðuna sem hefur skapast hefur staðan ekkert breyst. Túlkar og ráðgjafar sem Fréttablaðið ræddi við voru allir sammála um að mörg dæmi væru um að börn túlkuðu fyrir fjölskyldu sína. Einnig að upplýsa ætti fagfólk um réttindi þeirra sem ekki tala íslensku og efla eftirlit. Jolanta Polanska, Margrét Steinarsdóttir og Edda Ólafsdóttir starfa allar að málefnum innflytjenda og eru sammála um að staða túlkaþjónustu á Íslandi sé ábótavant.„Við fáum fréttir af þessu á hverjum degi,“ segir Jolanta Polanska, sem hefur starfað sem túlkur í fimmtán ár og rekur Túlkaþjónustuna. Hún segist hafa fundið fyrir að ríki og sveitarfélög spari í þessum málum og hefur orðið vitni að dæmum þar sem einstaklingar eiga rétt á túlki en er ekki boðin þjónustan eða hreinlega hafnað um hana. „Ég veit um nokkur tilfelli í mæðraeftirliti þar sem konum er tilkynnt að þær geti aðeins tvisvar fengið túlk í mæðraskoðun. En það er ekki rétt, þær eiga rétt á því í hvert skipti samkvæmt lögunum.“ Edda Ólafsóttir, sérfræðingur í innflytjendamálum á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur, tekur í sama streng. „Ráðgjafarnir sem starfa hjá okkur hafa heyrt ótal dæmi um börn sem túlka fyrir foreldra. Núna nýlega var tíu ára barn til sex um morguninn á bráðamóttökunni með veikum föður sínum að túlka. Þrátt fyrir að foreldrarnir vilji mögulega að barnið túlki þá eiga yfirvöld að vernda börnin og kalla til túlk.“Opinberar stofnanir neyddar til að brjóta lögMargrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segist vilja sjá réttinn um túlkaþjónustu vera í stjórnsýslulögum eins og í Finnlandi og Svíþjóð. „Fólki á að bjóðast túlkur og á ekki að þurfa að ganga á eftir því. Þarna eru stjórnvöld að bregðast skyldu sinni og þetta getur leitt til þess að mannréttindi séu brotin. Þekktasta dæmið er konan sem gaf upp forsjá barna sinna því hún skildi ekki hvað fór fram hjá sýslumanni.“ Margrét hefur heyrt dæmi um að stofnanir séu búnar með fjármagnið sem nýta á til túlkaþjónustu og því sé ekki kallaður til túlkur. „Það þarf að auka fjármagnið og eyrnamerkja túlkaþjónustu. Annars er verið að neyða opinberar stofnanir til að brjóta lög. Þar að auki þarf að upplýsa fagfólk um skyldu þess að bjóða túlk þegar lög segja svo fyrir um.“
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Sjá meira