Vilja tvo þýska sérfræðinga sem yfirmatsmenn 19. mars 2014 11:53 Fyrirtaka í máli Annþórs og Barkar fór fram í morgun. visir/anton „Ég lagði fram tillögur um tvo þýska sérfræðinga og gerði kröfu um að þeir yrðu dómkvaddir sem yfirmatsmenn á mat Þóru Steffensen,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, lögmaður Annþórs Karlssonar. Fyrirtaka í máli ákæruvaldsins gegn Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni fór fram á ellefta tímanum í morgun í Héraðsdómi Suðurlands. „Sækjandinn andmælti því og það verður kveðinn upp úrskurður um það mál 1. apríl. Það má alveg búast við því að úrskurðurinn, hvernig sem hann fer, verði síðan kærður til Hæstaréttar.“ Annþór og Börkur sæta ákæru fyrir að hafa ráðist á samfanga sinn, Sigurð Hólm Sigurðsson, á Litla-Hrauni í maí árið 2012 með þeim afleiðingum að milta hans rofnaði og hann lést í kjölfarið. Þeir neita sök. Verjendur Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar treysta því ekki að íslenskir sérfræðingar gæti hlutlægni í máli þar sem tvímenningarnir eru sakaðir um líkamsárás á Litla-Hrauni sem leiddi til dauða. Þeir hafa þess vegna farið fram á yfir- og endurmat erlendra sérfræðinga á rannsóknarniðurstöðum þeirra íslensku. Ríkissaksóknari hefur aftur á móti sett sig upp á móti þeirri kröfu og um það verður tekist á um í dómsal í dag. „Það var verið að óska eftir yfirmatsmönnum í tveimur þáttum málsins sem snýr að réttarmeinarfræðinni og atferlisfræðinni,“ segir Sveinn Guðmundsson, lögmaður Barkar Birgissonar, í samtali við fréttastofu. Hann segir að nú liggi inni gögn í málinu varðandi réttarmeinafræðina og atferlisfræðinni. „Við óskum eftir yfirmati til að mynda í atferlisfræðinni en þar er verið að meta myndbandsupptöku. Það er búið að leggja það til að matsmennirnir verður erlendir og við höfum fundið slíka sérfræðinga. Það var sérstaklega erfitt að finna aðila sem eru tækir til í atferlisfræðinni.“ Erfitt að greina atferli manna Sveinn segir að atferlisfræði sé þess eðlis að maður þurfi að hafa langt tímabil til þess að geta metið einstaklinga og hvernig maður lesi út úr háttarlagi þeirra. „Núna liggur inn í málinu mat frá sérfræðingum frá örstuttu myndbandi og þeirra atferli var einfaldlega metið á þeim stutta tíma. Það er í raun ekki hægt í þessari fræði og því hef ég ávallt haldið fram. Ég held því fram að það sé því nauðsynlegt að hafa yfirmatsmenn í málinu til að úrskurða hvort að slíkt mat standist.“ Sveinn telur það með ólíkindum að hér á landi séu til tveir sérfræðingar sem séu hæfir til að lesa út úr atferli frá myndbandsupptöku. „Varðandi atferlisfræðina þá eigum við allt í einu tvo sérfræðinga, þá Gísla [Guðjónsson] og Jónas [Friðrik Sigurðsson], en í öðrum löndum er oft ekki til einn einasti maður sem er hæfur til að meta svona myndbandsupptökur. Það er mjög einkennilegt en t.d. í Noregi er aðeins einn maður sem getur metið svona myndbandsupptökur.“ Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
„Ég lagði fram tillögur um tvo þýska sérfræðinga og gerði kröfu um að þeir yrðu dómkvaddir sem yfirmatsmenn á mat Þóru Steffensen,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, lögmaður Annþórs Karlssonar. Fyrirtaka í máli ákæruvaldsins gegn Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni fór fram á ellefta tímanum í morgun í Héraðsdómi Suðurlands. „Sækjandinn andmælti því og það verður kveðinn upp úrskurður um það mál 1. apríl. Það má alveg búast við því að úrskurðurinn, hvernig sem hann fer, verði síðan kærður til Hæstaréttar.“ Annþór og Börkur sæta ákæru fyrir að hafa ráðist á samfanga sinn, Sigurð Hólm Sigurðsson, á Litla-Hrauni í maí árið 2012 með þeim afleiðingum að milta hans rofnaði og hann lést í kjölfarið. Þeir neita sök. Verjendur Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar treysta því ekki að íslenskir sérfræðingar gæti hlutlægni í máli þar sem tvímenningarnir eru sakaðir um líkamsárás á Litla-Hrauni sem leiddi til dauða. Þeir hafa þess vegna farið fram á yfir- og endurmat erlendra sérfræðinga á rannsóknarniðurstöðum þeirra íslensku. Ríkissaksóknari hefur aftur á móti sett sig upp á móti þeirri kröfu og um það verður tekist á um í dómsal í dag. „Það var verið að óska eftir yfirmatsmönnum í tveimur þáttum málsins sem snýr að réttarmeinarfræðinni og atferlisfræðinni,“ segir Sveinn Guðmundsson, lögmaður Barkar Birgissonar, í samtali við fréttastofu. Hann segir að nú liggi inni gögn í málinu varðandi réttarmeinafræðina og atferlisfræðinni. „Við óskum eftir yfirmati til að mynda í atferlisfræðinni en þar er verið að meta myndbandsupptöku. Það er búið að leggja það til að matsmennirnir verður erlendir og við höfum fundið slíka sérfræðinga. Það var sérstaklega erfitt að finna aðila sem eru tækir til í atferlisfræðinni.“ Erfitt að greina atferli manna Sveinn segir að atferlisfræði sé þess eðlis að maður þurfi að hafa langt tímabil til þess að geta metið einstaklinga og hvernig maður lesi út úr háttarlagi þeirra. „Núna liggur inn í málinu mat frá sérfræðingum frá örstuttu myndbandi og þeirra atferli var einfaldlega metið á þeim stutta tíma. Það er í raun ekki hægt í þessari fræði og því hef ég ávallt haldið fram. Ég held því fram að það sé því nauðsynlegt að hafa yfirmatsmenn í málinu til að úrskurða hvort að slíkt mat standist.“ Sveinn telur það með ólíkindum að hér á landi séu til tveir sérfræðingar sem séu hæfir til að lesa út úr atferli frá myndbandsupptöku. „Varðandi atferlisfræðina þá eigum við allt í einu tvo sérfræðinga, þá Gísla [Guðjónsson] og Jónas [Friðrik Sigurðsson], en í öðrum löndum er oft ekki til einn einasti maður sem er hæfur til að meta svona myndbandsupptökur. Það er mjög einkennilegt en t.d. í Noregi er aðeins einn maður sem getur metið svona myndbandsupptökur.“
Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira