Innlent

Gunnar Bragi sammála forsetanum

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson.
Gunnar Bragi Sveinsson. vísir/kristinn
Í nýrri tilkynningu sem utanríkisráðherra Íslands, Gunnar Bragi Sveinsson, hefur sent frá sér kemur fram að hann er öldungis sammála Ólafi Ragnari Grímssyni þegar hann setti ofan í við aðstoðarutanríkisráðherra Norðmanna. Mjög mikilvægt er að málefni Úkraínu hafi ekki áhrif á samstarf þjóða á norðurslóð og hingað til hafa þær þjóðir leitast við að halda alþjóðadeilum utan ráðsins. Þannig sé það ekki réttur vettvangur.

Vísir hefur í dag reynt að ná tali af Gunnari Braga vegna ummæla Ólafs Ragnars en hann vísar á Facebooksíðu sína þar sem hann tjáir sig um málið. Tilkynning utanríkisráðherra er svohljóðandi:

„Ljóst er að áframhaldandi góð samvinna norðurskautsríkjanna skiptir miklu máli eins lengi og mögulegt er því fátt getur ógnað öryggi og lífríki norðurslóða meira en ófriður og/eða óeining. Þessar þjóðir hafa því leitast við að halda alþjóðadeilum utanráðsins. Síðast í dag funduðu embættismenn þjóða Norðurskautsráðsins hérlendis eins og komið hefur fram á facebook hjá mér. Málefni Úkraínu hafa fram til þessa ekki haft áhrif á samstarf þessara þjóða á vettvangi norðurslóða en engum dylst að framferði einstakra ríkja getur spillt þessari góðu vinnu. Íslendingar hafa ætíð lagt áherslu á að ríkin átta virði öryggi og frið á norðurslóðum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×