Innlent

Neysla unglinga minnkar

Birta Björnsdóttir skrifar
Merkjanlegur árangur hefur náðst í því að sporna við drykkju, reykingum og eiturlyfjaneyslu hjá unglingum hér á landi undanfarin ár. Árangurinn þykir góður, svo góður að blásið hefur verið til alþjóðlegrar ráðstefnu hér á landi, en þróunin hefur verið í öfuga átt í nágrannalöndum okkar.

„Hér er komið fólk víðsvegar að úr Evrópu til að velta fyrir sér hvernig það gat gerst að unglingarnir okkar voru þeir sem drukku mest, reyktu mest og notuðu mest eiturlyf árið 1998, eru núna komnir í hóp þeirra sem nota minnst af þessum efnum,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi

„Þetta hefði ekki tekist nema með samstilltu átaki borgarinnar, vísindamanna, skólanna en síðast en ekki síst foreldra þessa lands og unglinganna sjálfra. Það sýnir sig að það virkar ekki að fara inn í skólastofurnar og predika gegn þessum þáttum heldur er það tími með foreldrum, það að fresta því eins lengi og hægt er að byrja að drekka og það að gefa unglingum færi á að stunda eitthvað uppbyggilegt og jákvætt í staðin,“ segir Dagur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×