"Munum ekki ráðast í styttingu einn, tveir og þrír“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. mars 2014 20:12 Lítið sem ekkert miðar í kjaraviðræðum framhaldsskóla-kennara og ríkisins en fundað var án árangurs í húsakynnum Ríkissáttasemjara í dag. Menntamála-ráðherra segir kerfisbreytingu nauðsynlega til að koma til móts við kennara. Óttar Proppé sagði verkfallsaðgerðir kennara forðum hafa haft afdrifaríkar afleiðingar á líf sitt. Þetta er þriðji dagur verkfalls og framhaldsskólakennarar sátu á ný við samningaborðið hjá Ríkissáttasemjara. Útlitið er svart. Ríkissáttasemjari hefur ekki lagt til miðlunartillögu sem gæfi merki um að það væri hægt að finna lausn á vandamálinu á næstunni. Því munu 28 þúsund framhaldsskólanemar bíða heima meðan kennarar og samninganefnd ríkisins ræða saman. Samninganefndir ríkisins og Félags stjórnenda í framhaldsskólum og Félags framhaldsskólakennara funduðu frá klukkan ellefu í morgun og voru enn á fundi fyrir fréttir. Aðilar sem fréttastofa ræddi við í dag eru svartsýnir á framhaldið en ítreka að allar viðræður séu jákvæðar. Framhaldsskólakennara fara fram á sautján prósenta hækkuna launa en það er ekki það eina sem rætt er hjá Ríkissáttasemjara. Ummæli og áherslur menntamálaráðherra, um styttingu framhaldsskólanáms hefur flækt samningaviðræður. Kennarar fóru hörðum orðum um ráðherranna í fréttum okkar í gær. Þau saka Illuga um að tvískinnung, hann tali öðruvísi við fjölmiðla en hann talar við kennara þegar stytting náms er annars vegar. „Ég held að það þekki allir mína stefnu í þessum málum enda hef ég talað skýrt, í raun óvenju skýrt. Það verður aftur á móti að liggja fyrir að það eru ekki hugmyndir um að ráðast í styttingu einn, tveir og þrír ef svo má að orði komast,“ segir Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra. Illugi kallar styttingu framhaldsskólanáms nútímavæðingu íslenska skólakerfisins og að þetta þurfi að nota til að koma til móts við kröfu kennara. Þá sé ómögulegt fyrir ríkisvaldið að semja öðruvísi við sína starfsmenn en gert var á almenna markaðinum. „Til þess að það sé möguleiki til þess að gera eitthvað meira þá þarf að vera á grundvelli kerfisbreytinga. Og það er það sem við höfum verið að leggja upp við kennara. Ég tel að það sé auðséð við Íslendingar eigum ekki að vera einir OECD-þjóða þar sem það tekur 14 ár að undirbúa okkar ungmenni fyrir háskólanám. Málið var rætt við upphaf þingfundar í dag. Bjarkey Gunnarsdóttir tók undir með athugasemdum kennara sem gagnrýnt hafa samninganefnd fyrir að draga pólitíska stefnumótun á borð við styttingu náms í kjaraviðræður. „Það er óraunhæft og óeðlilegt að ætlast til þess að menntastefna þjóðar sé hluti af kjarasamningum. Ekki frekar en að samgönguáætlun sé hluti af kjarasamningum Vegagerðarinnar,“ sagði Bjarkey. „Sá sem hér stendur stundaði nám í framhaldsskóla á Íslandi í samtals þrjú ár, fyrir um það bil 30 árum,“ sagði Óttar Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar en hann hafði miklar áhyggjur af áframhaldandi verkfalli kennara. „Það voru verkföll öll þau ár. Á þriðja ári fékk ég ógeð á kaffi og fór út á vinnumarkaðinn. Hef frestað því að fara aftur í skóla og er ennþá á vinnumarkaði.“ „Þetta hefur haft mikil áhrif á mitt líf. Ég ætla svo sem ekki að kvarta hvernig fór en það eru kannski ekki allir jafn heppnir og ég að enda á Alþingi,“ sagði Óttar á Alþingi í dag. Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Lítið sem ekkert miðar í kjaraviðræðum framhaldsskóla-kennara og ríkisins en fundað var án árangurs í húsakynnum Ríkissáttasemjara í dag. Menntamála-ráðherra segir kerfisbreytingu nauðsynlega til að koma til móts við kennara. Óttar Proppé sagði verkfallsaðgerðir kennara forðum hafa haft afdrifaríkar afleiðingar á líf sitt. Þetta er þriðji dagur verkfalls og framhaldsskólakennarar sátu á ný við samningaborðið hjá Ríkissáttasemjara. Útlitið er svart. Ríkissáttasemjari hefur ekki lagt til miðlunartillögu sem gæfi merki um að það væri hægt að finna lausn á vandamálinu á næstunni. Því munu 28 þúsund framhaldsskólanemar bíða heima meðan kennarar og samninganefnd ríkisins ræða saman. Samninganefndir ríkisins og Félags stjórnenda í framhaldsskólum og Félags framhaldsskólakennara funduðu frá klukkan ellefu í morgun og voru enn á fundi fyrir fréttir. Aðilar sem fréttastofa ræddi við í dag eru svartsýnir á framhaldið en ítreka að allar viðræður séu jákvæðar. Framhaldsskólakennara fara fram á sautján prósenta hækkuna launa en það er ekki það eina sem rætt er hjá Ríkissáttasemjara. Ummæli og áherslur menntamálaráðherra, um styttingu framhaldsskólanáms hefur flækt samningaviðræður. Kennarar fóru hörðum orðum um ráðherranna í fréttum okkar í gær. Þau saka Illuga um að tvískinnung, hann tali öðruvísi við fjölmiðla en hann talar við kennara þegar stytting náms er annars vegar. „Ég held að það þekki allir mína stefnu í þessum málum enda hef ég talað skýrt, í raun óvenju skýrt. Það verður aftur á móti að liggja fyrir að það eru ekki hugmyndir um að ráðast í styttingu einn, tveir og þrír ef svo má að orði komast,“ segir Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra. Illugi kallar styttingu framhaldsskólanáms nútímavæðingu íslenska skólakerfisins og að þetta þurfi að nota til að koma til móts við kröfu kennara. Þá sé ómögulegt fyrir ríkisvaldið að semja öðruvísi við sína starfsmenn en gert var á almenna markaðinum. „Til þess að það sé möguleiki til þess að gera eitthvað meira þá þarf að vera á grundvelli kerfisbreytinga. Og það er það sem við höfum verið að leggja upp við kennara. Ég tel að það sé auðséð við Íslendingar eigum ekki að vera einir OECD-þjóða þar sem það tekur 14 ár að undirbúa okkar ungmenni fyrir háskólanám. Málið var rætt við upphaf þingfundar í dag. Bjarkey Gunnarsdóttir tók undir með athugasemdum kennara sem gagnrýnt hafa samninganefnd fyrir að draga pólitíska stefnumótun á borð við styttingu náms í kjaraviðræður. „Það er óraunhæft og óeðlilegt að ætlast til þess að menntastefna þjóðar sé hluti af kjarasamningum. Ekki frekar en að samgönguáætlun sé hluti af kjarasamningum Vegagerðarinnar,“ sagði Bjarkey. „Sá sem hér stendur stundaði nám í framhaldsskóla á Íslandi í samtals þrjú ár, fyrir um það bil 30 árum,“ sagði Óttar Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar en hann hafði miklar áhyggjur af áframhaldandi verkfalli kennara. „Það voru verkföll öll þau ár. Á þriðja ári fékk ég ógeð á kaffi og fór út á vinnumarkaðinn. Hef frestað því að fara aftur í skóla og er ennþá á vinnumarkaði.“ „Þetta hefur haft mikil áhrif á mitt líf. Ég ætla svo sem ekki að kvarta hvernig fór en það eru kannski ekki allir jafn heppnir og ég að enda á Alþingi,“ sagði Óttar á Alþingi í dag.
Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira