Lífið

Fuglar og Trópíkalskir draumar

Marín Manda skrifar
Linda Jóhannsdóttir fatahönnuður.
Linda Jóhannsdóttir fatahönnuður.
Linda Jóhannsdóttir fatahönnuður gerir illustrations-verk sem hafa vakið mikla athygli á netinu. 

„Það er mismunandi hvaðan ég fæ innblástur. Það er bara þessi klassíska klisja, alls staðar og hvergi. Stundum fæ ég flugu þegar ég er í göngutúr eða að fara sofa sem ég þróa svo áfram,“ segir Linda Jóhannsdóttir sem útskrifaðist sem fatahönnuður úr Listaháskóla Íslands, vorið 2013.

„Stundum sest ég niður og geri moodboard og stundum teikna ég bara nákvæmlega það sem mig langar til þá stundina. Ég er týpan sem fæ leiða á því að gera bara eitt og finnst erfitt að „mega“ ekki gera eitthvað alveg nýtt. Ég ákvað því að gera svona litlar illustrations-línur líkt og í fatahönnun,“ segir Linda sem hefur einbeitt sér að fuglaportrett- og tropic-dream-þema undir nafninu Pastelpaper.

Pastelpaper
Myndirnar eru í takmörkuðu upplagi, númeraðar og áritaðar. Vegna hópþrýstings segist Linda hafa ákveðið að láta drauminn rætast og opna síðu með verkum sínum þegar hún var í barneignaleyfi og hafa viðbrögðin verið einstaklega góð.

„Viðbrögðin hafa verið frábær. Það er mjög mikil áhugi á að fegra heimilið og fólk er mjög opið fyrir nýjungum.“

Myndirnar fást í netversluninni www.snúran.is, á Árbæjar- og minjasafninu og á www.facebook.com/pastelpaper.

Pastelpaper





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.