Lífið

Náttsloppurinn hennar ömmu er dýrmætastur

Marín Manda skrifar
Irena Sveinsdóttir
Irena Sveinsdóttir
Hin tvítuga Irena Sveinsdóttir starfar í versluninni Noland á Laugavegi og í Kringlunni. Fataáhuginn hefur aukist til muna eftir að hún byrjaði að starfa í verslun en einnig bloggar hún um ýmsa hluti á www.irenasveins.tumblr.com.



Kímonóinn

Hann er úr Aftur á Laugaveginum. Ég fékk hann í útskriftargjöf. Hann er megafínn!



Gallajakkinn


Uppáhaldsfatamerkið mitt er KR3W en það hefur hingað til aðeins verið með föt fyrir stráka. Mér til mikillar lukku fann starfsfélagi minn þennan jakka í lagertiltekt í XS og hann smellpassaði. Hann er úr Noland.



Náttsloppurinn


Náttsloppinn átti amma mín en hann er dýrmætasta flíkin í skápnum mínum. Hann er úr silki og ég nota hann bara sem skyrtu, oftast þó við fín tilefni.



Bomber-jakkinn


Þessi er alveg fullkominn bomber-jakki, svartur og klassískur. Er búin að nota hann mjög mikið síðan ég eignaðist hann. Hann er úr Topshop og ég fíla hann svo mikið að ég á hann líka í grænu.



Skórnir


Kærastinn gaf mér þessa í afmælisgjöf en mig er búið að langa í þessa týpu alltof lengi en aldrei keypt þá. Týpan er Nike Air Huarache. Elska litasamsetninguna og marmaraáferðina.



Hatturinn


Þennan WoodWood-hatt gaf systir mín mér í afmælisgjöf en við leituðum víða að honum áður en hann fannst, meðal annars í GK Reykjavík en hann var uppseldur þar. Hann var pantaður af sænskri vefsíðu sem heitir Plus Past. Mér finnst hann mega!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.