Heldur útgáfutónleika í fótboltafríinu Kristjana Arnarsdóttir skrifar 27. júní 2014 14:00 Ásgeir Börkur ætlar að nýta örstutt sumarfríið hér á landi í plötuútgáfu. Fréttablaðið/Stefán „Plötuna tókum við upp á Egilsstöðum fyrir áramót en við áttum sönginn eftir. Svo fer ég óvænt út í janúar, ekkert búinn að syngja, en sem betur fer lifum við á 21. öldinni svo ég komst í samband við stúdíó hér úti og kláraði mitt,“ segir knattspyrnumaðurinn og söngvarinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson en hljómsveit hans, Mercy Buckets, heldur útgáfutónleika á Gauknum hinn 4. júlí. Ásgeir gerði samning við sænska B-deildarliðið GAIS í janúar en hann var áður á mála hjá Fylki í Árbænum. „Það kom vissulega smá babb í bátinn við þessa flutninga en við vorum búnir að vera duglegir. Þegar ég kláraði sönginn fór þetta allt að rúlla hjá okkur,“ segir Ásgeir, sem kemur hingað til lands á sunnudaginn en þá hefst stutt leikjahlé í sænsku deildinni. Þar af leiðandi hafi það verið kjörið að smella í eina útgáfutónleika í sumarfríinu. Ásgeir segir sveitina spila svokallað partírokk. „Við höfum allir verið viðloðandi þungarokkið en höfum mikinn áhuga á hefðbundnu rokki og róli líka. Þetta er því rokk og ról með þungarokksáhrifum, sem við köllum partírokk. Tímabilinu í sænsku deildinni lýkur í nóvember og fær Ásgeir þá gott sex vikna frí á Íslandi. Verður þá farið í tónleikaferðalag? „Það er mjög góð spurning. Af hverju ekki?“ segir hinn eldhressi Ásgeir Börkur að lokum. Ásgeir í miðri sveiflu á tónleikum Mercy Buckets.Mynd/ Yevgeny Dyer. Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Plötuna tókum við upp á Egilsstöðum fyrir áramót en við áttum sönginn eftir. Svo fer ég óvænt út í janúar, ekkert búinn að syngja, en sem betur fer lifum við á 21. öldinni svo ég komst í samband við stúdíó hér úti og kláraði mitt,“ segir knattspyrnumaðurinn og söngvarinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson en hljómsveit hans, Mercy Buckets, heldur útgáfutónleika á Gauknum hinn 4. júlí. Ásgeir gerði samning við sænska B-deildarliðið GAIS í janúar en hann var áður á mála hjá Fylki í Árbænum. „Það kom vissulega smá babb í bátinn við þessa flutninga en við vorum búnir að vera duglegir. Þegar ég kláraði sönginn fór þetta allt að rúlla hjá okkur,“ segir Ásgeir, sem kemur hingað til lands á sunnudaginn en þá hefst stutt leikjahlé í sænsku deildinni. Þar af leiðandi hafi það verið kjörið að smella í eina útgáfutónleika í sumarfríinu. Ásgeir segir sveitina spila svokallað partírokk. „Við höfum allir verið viðloðandi þungarokkið en höfum mikinn áhuga á hefðbundnu rokki og róli líka. Þetta er því rokk og ról með þungarokksáhrifum, sem við köllum partírokk. Tímabilinu í sænsku deildinni lýkur í nóvember og fær Ásgeir þá gott sex vikna frí á Íslandi. Verður þá farið í tónleikaferðalag? „Það er mjög góð spurning. Af hverju ekki?“ segir hinn eldhressi Ásgeir Börkur að lokum. Ásgeir í miðri sveiflu á tónleikum Mercy Buckets.Mynd/ Yevgeny Dyer.
Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira