Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Kauptúns og Urriðaholtsstrætis í Garðabæ í gær, miðvikudaginn 26. febrúar um klukkan 16:30.
Þar lentu saman Hyundai Tucson sem ekið var austur Kauptún og Suzuki Grand Vitara sem ekið hafði verið suður í átt að Urriðaholtsstræti.
Ökumönnunum ber ekki saman um stöðu umferðarljósa þegar óhappið varð.
Þar lentu saman Hyundai Tucson sem ekið var austur Kauptún og Suzuki Grand Vitara sem ekið hafði verið suður í átt að Urriðaholtsstræti.
Ökumönnunum ber ekki saman um stöðu umferðarljósa þegar óhappið varð.
Þeir sem urðu vitni að árekstrinum eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.
Einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu lögreglunnar.
Einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu lögreglunnar.