Datt í stiga og fær 22 milljónir Jóhannes Stefánsson skrifar 27. febrúar 2014 17:47 Vísir/Pjetur Hæstiréttur hefur dæmt Skinney-Þinganes hf. til að greiða fyrrum starfsmanni sínum ríflega 22 milljónir í skaðabætur úr ábyrgðartryggingu sinni vegna vinnuslyss sem maðurinn varð fyrir við störf í mjölhúsi félagsins. Manninum var falið að þrífa loft mjölhúss og höfðu hann og samstarfsmenn hans komið fyrir vinnupalli ofan á lyftaragaffli. Til að komast upp á vinnupallinn stilltu þeir upp stiga sem maðurinn hugðist klifra upp. Það vildi svo óheppilega til að þegar hann var efst í stiganum, í um þriggja og hálfs metra hæð, rann hann til á gólfinu með þeim afleiðingum að maðurinn datt og brotnaði á úlnlið vinstri handar og einnig á hægri hendi. Samkvæmt matsgerð bæklunarskurðlækna er maðurinn með 100% varanlega örorku.Töldu sig ekki bera ábyrgð á slysinuSkinney-Þinganes og Vátryggingafélag Íslands töldu sig ekki bótaskyld enda var það að þeirra mati ósannað að þeir hefðu borið ábyrgð á slysinu. Ekkert benti að þeirra mati til þess, að lyftarinn, vinnupallurinn eða stiginn, hafi verið vanbúinn og ekki uppfyllt öryggiskröfur laga og reglugerða um þess konar tæki og notkun þeirra. Maðurinn hélt því fram fyrir dómi að vinnuveitandinn hefði lagt hart að honum og samstarfsmönnum hans að klára verkið sem fyrst, enda væri von á eftirlitsmönnum. Hæstiréttur tók þennan framburð trúanlegan. Maðurinn taldi hinsvegar að vinnuveitanda sínum hefði láðst að tryggja honum öruggar vinnuaðstæður með fullnægjandi hætti. Í forsendum niðurstöðu héraðsdómsins segir að „verkstjórn hafi verið ábótavant í umrætt sinn að því leyti að stefnandi fékk ekki fyrirmæli um það hvernig vinna bæri verkið en víst er að slysið hefði ekki orðið ef stefnanda hefði verið lyft upp með lyftaranum.“ Taldist vinnuveitandinn hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi enda hefði með einföldum hætti verið hægt að koma í veg fyrir tjónið af hans hálfu. Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir „Fólk í neyslu úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt Skinney-Þinganes hf. til að greiða fyrrum starfsmanni sínum ríflega 22 milljónir í skaðabætur úr ábyrgðartryggingu sinni vegna vinnuslyss sem maðurinn varð fyrir við störf í mjölhúsi félagsins. Manninum var falið að þrífa loft mjölhúss og höfðu hann og samstarfsmenn hans komið fyrir vinnupalli ofan á lyftaragaffli. Til að komast upp á vinnupallinn stilltu þeir upp stiga sem maðurinn hugðist klifra upp. Það vildi svo óheppilega til að þegar hann var efst í stiganum, í um þriggja og hálfs metra hæð, rann hann til á gólfinu með þeim afleiðingum að maðurinn datt og brotnaði á úlnlið vinstri handar og einnig á hægri hendi. Samkvæmt matsgerð bæklunarskurðlækna er maðurinn með 100% varanlega örorku.Töldu sig ekki bera ábyrgð á slysinuSkinney-Þinganes og Vátryggingafélag Íslands töldu sig ekki bótaskyld enda var það að þeirra mati ósannað að þeir hefðu borið ábyrgð á slysinu. Ekkert benti að þeirra mati til þess, að lyftarinn, vinnupallurinn eða stiginn, hafi verið vanbúinn og ekki uppfyllt öryggiskröfur laga og reglugerða um þess konar tæki og notkun þeirra. Maðurinn hélt því fram fyrir dómi að vinnuveitandinn hefði lagt hart að honum og samstarfsmönnum hans að klára verkið sem fyrst, enda væri von á eftirlitsmönnum. Hæstiréttur tók þennan framburð trúanlegan. Maðurinn taldi hinsvegar að vinnuveitanda sínum hefði láðst að tryggja honum öruggar vinnuaðstæður með fullnægjandi hætti. Í forsendum niðurstöðu héraðsdómsins segir að „verkstjórn hafi verið ábótavant í umrætt sinn að því leyti að stefnandi fékk ekki fyrirmæli um það hvernig vinna bæri verkið en víst er að slysið hefði ekki orðið ef stefnanda hefði verið lyft upp með lyftaranum.“ Taldist vinnuveitandinn hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi enda hefði með einföldum hætti verið hægt að koma í veg fyrir tjónið af hans hálfu.
Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir „Fólk í neyslu úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira