Innlent

Hátt í sjötíu björgunarsveitarmenn leita Kristins

Kristinn Örn Viðarsson.
Kristinn Örn Viðarsson.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Kristni Erni Viðarssyni 28 ára en lögregla og björgunarsveitir hafa verið að leita Kristins í nótt án árangurs.

Leitin stendur enn yfir og í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að á sjöunda tug manna leiti nú mannsins.Talið er að hann sé klæddur í þykka kóngabláa úlpu sem nær niður fyrir mitti, dökkar buxur, þykka rauða lopapeysu, brúna uppháa skó og appelsínugula húfu.

Kristinn er grannvaxinn með skegg, vel snyrt, 180 cm á hæð og ljós skolhærður. Síðast er vitað um ferðir hans í Hafnarfirði seinni partinn í gær.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Kristins eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×