Innlent

Snjóflóðahætta fyrir norðan og austan

Töluverð snjóflóðahætta er nú á utanverðum Tröllaskaga  á Norðurlandi og á Austfjörðum. Veðurstofan segir að óvenju mikill snjór sé í fjöllum á Austurlandi og sumstaðar á Norðurlandi.

Samfara hlýindum og úrkomu í dag aukist óstöðugleiki í snjóalögum með vaxandi snjóflóðahættu utan þéttbýlils, en spáð er allt að sjö stiga hita á láglendi í dag.

Eitt flóð hefur fallið af mannavöldum á Austfjörðum, en engan sakaði í því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×