Innlent

Þátttaka barna í bólusetningum meiri en fyrst var áætlað

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/Vilhelm
Samkvæmt lokaskýrslu um þátttöku barna í bólusetningum hér landi er þátttakan betri en fram kom í bráðabyrgðarskýrslu sem sóttvarnarlæknir birti í október á síðasta ári.

Ástæður þess að þátttökutölur hafa hækkað eru að talsvert var um vanskráningu í grunninum, vanbólusett börn hafa verið kölluð inn til bólusetninga og einnig komu fram tæknilega vandamál sem að hluta útskýra vanskráningu.

Þátttaka í almennum bólusetningum samkvæmt lokaskýrslu 2013 er að mestu viðunandi nema bólusetning 12 mánaða og 4 ára barna, sem er undir væntingum. Á næstunni verður unnið með heilsugæslunni í því að auka þátttöku þessara barna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×