Innlent

Birkir Jón leiðir Framsókn í Kópavogi

Snærós Sindradóttir skrifar
Birkir Jón Jónsson leiðir lista Framsóknarflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitastjórnarkosningar
Birkir Jón Jónsson leiðir lista Framsóknarflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitastjórnarkosningar VISIR/GVA
Fundur Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna staðfesti í gær tillögu uppstillinganefndar að framboðslista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Birkir Jón Jónsson, fyrrverandi þingmaður flokksins í NA-kjördæmi, leiðir listann.

Fimm efstu sæti framboðslistans skipa:

1. Birkir Jón Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, 34 ára.

2. Sigurjón Jónsson, markaðsfræðingur og framkvæmdastjóri, 30 ára.

3. Guðrún Jónína Guðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og lífstílsleiðbeinandi, 38 ára.

4. Kristinn Dagur Gissurarson, viðskiptafræðingur, 56 ár.

5. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, grunnskólakennari, 57 ára.

Framsóknarflokkurinn hefur nú einn mann í bæjarstjórn og situr í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum og Næst besta flokknum. 

 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×