Einfættur Elvis væntanlegur á sviðið Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2014 15:40 Jósef Ólafsson, Elvis-eftirherma númer eitt á Íslandi, er hvergi nærri af baki dottinn þó af sé annar fóturinn. Einar Guðnason/Stefán Jósef Ólafsson Elvis-eftirherma númer eitt á Íslandi lenti í því óláni að það þurfti að nema af honum vinstri fót við hné. Hann er hvergi nærri af baki dottinn og var með ólíkindum brattur og jákvæður þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum nú fyrir skömmu. „Ég ligg á spítala. Ég fékk sýkingu í vinstra fótinn minn. Sykursýkin var ekki að hjálpa til. Það þurfi að afnema vinstri fótinn. Fyrir neðan hné,“ segir Jósef Ólafsson sem hefur árum saman glatt landsmenn með Elvis-eftirhermum sínum. Þeir sem fylgjast með þáttunum Ísland got talent muna eftir honum þaðan; Jósef komst ekki áfram enda kom hann þá fram í gifsi. Þá hefur Jósef skemmt og komið fram víða, árum saman en hann rekur þetta ólán til þess tíma er hann hélt Elvis-ball á Hvíta riddaranum 16. ágúst.Afdrifaríkt karatespark að hætti Elvis „Daginn eftir fór ég að skemmta í heimahúsi. Það var bleyta á gólfinu og ég var að taka karatespark eins og Elvis gerir stundum. Tók ekki eftir bleytunni og flaug á hausinn. Hafði ekki hugmynd um að eitthvað hafði gerst. Daginn eftir var fóturinn bólginn, konan fór með mig á bráðamóttökuna og þar var þetta var myndað. Þá kom í ljós að ég hafði brotið á mér ristina,“ segir Jósef. Hann var settur í gifs og var í því í góðan tíma. Þegar gifsið var tekið af kom í ljós að mikill bjúgur hafði myndast. „Ég var sendur í sjúkraþjálfun og nuddaður en það gerði bara illt verra. Og svo komst sýking í þetta.“Hélt áfram að skemmta sárþjáður Þrátt fyrir þetta hélt Jósef áfram að skemmta. En, sýkingin gaf sig ekki og nú fyrir helgi var svo komið að það þurfti að aflima Jósef. „Ég fór á aðgerðina á föstudaginn og það gekk mjög vel og nú er ég að bíða eftir því að komast í endurhæfingu. Ég er alla veganna laus við sýkinguna. Og fæ betri fót,“ segir Jósef og aðdáunarvert hversu jákvæðum augum hann lítur á þetta. Hann fær gervifót frá Össuri eftir um það bil mánuð eftir endurhæfingu. „Það þýðir ekkert að leggjast í þunglyndi og setja sængina yfir sig. Fullt af fólki sem hefur misst meira en ég,“ segir Jósef sem lofar því að hann sé hvergi nærri hættur að skemmta. Elvisgallinn fær ekkert að rykfalla inni í skáp. „Enn betri einfættur Elvis. Það passar. Þýðir ekkert annað. Maður reif sig bara strax á fætur daginn eftir, labba við grind. Þýðir ekkert að væla og gráta og svona.“ Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Jósef Ólafsson Elvis-eftirherma númer eitt á Íslandi lenti í því óláni að það þurfti að nema af honum vinstri fót við hné. Hann er hvergi nærri af baki dottinn og var með ólíkindum brattur og jákvæður þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum nú fyrir skömmu. „Ég ligg á spítala. Ég fékk sýkingu í vinstra fótinn minn. Sykursýkin var ekki að hjálpa til. Það þurfi að afnema vinstri fótinn. Fyrir neðan hné,“ segir Jósef Ólafsson sem hefur árum saman glatt landsmenn með Elvis-eftirhermum sínum. Þeir sem fylgjast með þáttunum Ísland got talent muna eftir honum þaðan; Jósef komst ekki áfram enda kom hann þá fram í gifsi. Þá hefur Jósef skemmt og komið fram víða, árum saman en hann rekur þetta ólán til þess tíma er hann hélt Elvis-ball á Hvíta riddaranum 16. ágúst.Afdrifaríkt karatespark að hætti Elvis „Daginn eftir fór ég að skemmta í heimahúsi. Það var bleyta á gólfinu og ég var að taka karatespark eins og Elvis gerir stundum. Tók ekki eftir bleytunni og flaug á hausinn. Hafði ekki hugmynd um að eitthvað hafði gerst. Daginn eftir var fóturinn bólginn, konan fór með mig á bráðamóttökuna og þar var þetta var myndað. Þá kom í ljós að ég hafði brotið á mér ristina,“ segir Jósef. Hann var settur í gifs og var í því í góðan tíma. Þegar gifsið var tekið af kom í ljós að mikill bjúgur hafði myndast. „Ég var sendur í sjúkraþjálfun og nuddaður en það gerði bara illt verra. Og svo komst sýking í þetta.“Hélt áfram að skemmta sárþjáður Þrátt fyrir þetta hélt Jósef áfram að skemmta. En, sýkingin gaf sig ekki og nú fyrir helgi var svo komið að það þurfti að aflima Jósef. „Ég fór á aðgerðina á föstudaginn og það gekk mjög vel og nú er ég að bíða eftir því að komast í endurhæfingu. Ég er alla veganna laus við sýkinguna. Og fæ betri fót,“ segir Jósef og aðdáunarvert hversu jákvæðum augum hann lítur á þetta. Hann fær gervifót frá Össuri eftir um það bil mánuð eftir endurhæfingu. „Það þýðir ekkert að leggjast í þunglyndi og setja sængina yfir sig. Fullt af fólki sem hefur misst meira en ég,“ segir Jósef sem lofar því að hann sé hvergi nærri hættur að skemmta. Elvisgallinn fær ekkert að rykfalla inni í skáp. „Enn betri einfættur Elvis. Það passar. Þýðir ekkert annað. Maður reif sig bara strax á fætur daginn eftir, labba við grind. Þýðir ekkert að væla og gráta og svona.“
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira