Einfættur Elvis væntanlegur á sviðið Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2014 15:40 Jósef Ólafsson, Elvis-eftirherma númer eitt á Íslandi, er hvergi nærri af baki dottinn þó af sé annar fóturinn. Einar Guðnason/Stefán Jósef Ólafsson Elvis-eftirherma númer eitt á Íslandi lenti í því óláni að það þurfti að nema af honum vinstri fót við hné. Hann er hvergi nærri af baki dottinn og var með ólíkindum brattur og jákvæður þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum nú fyrir skömmu. „Ég ligg á spítala. Ég fékk sýkingu í vinstra fótinn minn. Sykursýkin var ekki að hjálpa til. Það þurfi að afnema vinstri fótinn. Fyrir neðan hné,“ segir Jósef Ólafsson sem hefur árum saman glatt landsmenn með Elvis-eftirhermum sínum. Þeir sem fylgjast með þáttunum Ísland got talent muna eftir honum þaðan; Jósef komst ekki áfram enda kom hann þá fram í gifsi. Þá hefur Jósef skemmt og komið fram víða, árum saman en hann rekur þetta ólán til þess tíma er hann hélt Elvis-ball á Hvíta riddaranum 16. ágúst.Afdrifaríkt karatespark að hætti Elvis „Daginn eftir fór ég að skemmta í heimahúsi. Það var bleyta á gólfinu og ég var að taka karatespark eins og Elvis gerir stundum. Tók ekki eftir bleytunni og flaug á hausinn. Hafði ekki hugmynd um að eitthvað hafði gerst. Daginn eftir var fóturinn bólginn, konan fór með mig á bráðamóttökuna og þar var þetta var myndað. Þá kom í ljós að ég hafði brotið á mér ristina,“ segir Jósef. Hann var settur í gifs og var í því í góðan tíma. Þegar gifsið var tekið af kom í ljós að mikill bjúgur hafði myndast. „Ég var sendur í sjúkraþjálfun og nuddaður en það gerði bara illt verra. Og svo komst sýking í þetta.“Hélt áfram að skemmta sárþjáður Þrátt fyrir þetta hélt Jósef áfram að skemmta. En, sýkingin gaf sig ekki og nú fyrir helgi var svo komið að það þurfti að aflima Jósef. „Ég fór á aðgerðina á föstudaginn og það gekk mjög vel og nú er ég að bíða eftir því að komast í endurhæfingu. Ég er alla veganna laus við sýkinguna. Og fæ betri fót,“ segir Jósef og aðdáunarvert hversu jákvæðum augum hann lítur á þetta. Hann fær gervifót frá Össuri eftir um það bil mánuð eftir endurhæfingu. „Það þýðir ekkert að leggjast í þunglyndi og setja sængina yfir sig. Fullt af fólki sem hefur misst meira en ég,“ segir Jósef sem lofar því að hann sé hvergi nærri hættur að skemmta. Elvisgallinn fær ekkert að rykfalla inni í skáp. „Enn betri einfættur Elvis. Það passar. Þýðir ekkert annað. Maður reif sig bara strax á fætur daginn eftir, labba við grind. Þýðir ekkert að væla og gráta og svona.“ Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Jósef Ólafsson Elvis-eftirherma númer eitt á Íslandi lenti í því óláni að það þurfti að nema af honum vinstri fót við hné. Hann er hvergi nærri af baki dottinn og var með ólíkindum brattur og jákvæður þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum nú fyrir skömmu. „Ég ligg á spítala. Ég fékk sýkingu í vinstra fótinn minn. Sykursýkin var ekki að hjálpa til. Það þurfi að afnema vinstri fótinn. Fyrir neðan hné,“ segir Jósef Ólafsson sem hefur árum saman glatt landsmenn með Elvis-eftirhermum sínum. Þeir sem fylgjast með þáttunum Ísland got talent muna eftir honum þaðan; Jósef komst ekki áfram enda kom hann þá fram í gifsi. Þá hefur Jósef skemmt og komið fram víða, árum saman en hann rekur þetta ólán til þess tíma er hann hélt Elvis-ball á Hvíta riddaranum 16. ágúst.Afdrifaríkt karatespark að hætti Elvis „Daginn eftir fór ég að skemmta í heimahúsi. Það var bleyta á gólfinu og ég var að taka karatespark eins og Elvis gerir stundum. Tók ekki eftir bleytunni og flaug á hausinn. Hafði ekki hugmynd um að eitthvað hafði gerst. Daginn eftir var fóturinn bólginn, konan fór með mig á bráðamóttökuna og þar var þetta var myndað. Þá kom í ljós að ég hafði brotið á mér ristina,“ segir Jósef. Hann var settur í gifs og var í því í góðan tíma. Þegar gifsið var tekið af kom í ljós að mikill bjúgur hafði myndast. „Ég var sendur í sjúkraþjálfun og nuddaður en það gerði bara illt verra. Og svo komst sýking í þetta.“Hélt áfram að skemmta sárþjáður Þrátt fyrir þetta hélt Jósef áfram að skemmta. En, sýkingin gaf sig ekki og nú fyrir helgi var svo komið að það þurfti að aflima Jósef. „Ég fór á aðgerðina á föstudaginn og það gekk mjög vel og nú er ég að bíða eftir því að komast í endurhæfingu. Ég er alla veganna laus við sýkinguna. Og fæ betri fót,“ segir Jósef og aðdáunarvert hversu jákvæðum augum hann lítur á þetta. Hann fær gervifót frá Össuri eftir um það bil mánuð eftir endurhæfingu. „Það þýðir ekkert að leggjast í þunglyndi og setja sængina yfir sig. Fullt af fólki sem hefur misst meira en ég,“ segir Jósef sem lofar því að hann sé hvergi nærri hættur að skemmta. Elvisgallinn fær ekkert að rykfalla inni í skáp. „Enn betri einfættur Elvis. Það passar. Þýðir ekkert annað. Maður reif sig bara strax á fætur daginn eftir, labba við grind. Þýðir ekkert að væla og gráta og svona.“
Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira